Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 21
Listin að Ijúka sögu
að gjöf og svo listrænan kistil, einsog skáldin landar hans jöfrum fræg kvæði
forðum, en ólíkt þeim fengið litla þóknun fyrir. Framtíðardraumur hans,
hvernig sem honum kann að hafa verið háttað, hefur að minnsta kosti ekki
ræst í þetta skipti.
Næsti áfangi í æfi Steinars verður sá að hann fer frá Kaupmannahöfn einn
sér til fyrirheitna lands mormóna, í nýjum draumi. Eftir að hann hefur
unnið þar lengi fyrir sér með því að búa til tigulsteina, af vandvirkni einsog
alltaf, finnst honum tími til kominn að taka fjölskyldu sína til sín í ríki
mormóna. En kona hans deyr um borð í skipinu, og henni er sökkt í hafið.
Og þegar hann heilsar börnum sínum í húsi Þjóðreks biskups eftir öll þessi
ár, er einsog hyldýpi sé komið milli þeirra:
Hann kysti dóttur sína eftir þeim sið sem hafður er undir Hlíðunum, og þó
ívið hikandi. Síðan kysti hann son sinn sem spratt frammúr einum skugga
stofunnar, en hvorugu systkinanna varð orð á munni er þau mættu honum
hér í eilífðinni, fyren hann spyr dóttur sína, hvar móðir þeirra sé, þá segir
stúlkan:
Hún mamma er dáin — líka. (269)
Hvað þýðir þetta líka í munni dóttur Steinars? Það er torráðið, en
sennilega á hún við að í augum hennar er pabbi hennar einnig dáinn; hann
hefur verið þeim horfinn um óratíma. Eða þá að þau séu öll dáin? „Þau
hlustuðu undrandi á sig sjálf tala aftur saman: þrír menn sem allir voru
upphaflega sama hjartað, þannig voru þá endurfundir í himnaríki. Þau flýttu
sér að þagna.“ (271) Þessir endurfundir þeirra minna á endurfund bóndans
við sálarhest sinn hjá konungi. I bæði skiptin eru þeir með blæ ólæknandi
angurværðar og einsemdar.
Stone P. Stanford — en svo heitir hann í nýju umhverfi sínu — er sendur
til náms í „erkiskóla" mormóna á Skotlandi. Eftir það fer hann til Islands til
að boða löndum sínum sannleikann. En nú er sá tími liðinn er Islendingar
voru vanir að hrekja og lúberja mormóna. I staðinn mætir trúboðinn Steinar
algeru áhugaleysi um fagnaðarboðskap sinn, eða þá góðlátlegri gamansemi
um hvað hann hafi nú eignast margar kerlingar. Og svo stendur bóndinn að
lokum aftur í túninu heima, einn.
I grein sinni „Tildrög Paradísarheimtar", sem var upphaflega samin á
ensku handa forlagi í Nýju Jórvík 1962, en birtist seinna á íslensku í safninu
Upphaf mannúðarstefnu (1965), gerir höfundur forvitnilegar athugasemdir
við skáldsögu sína. Hann minnir á hina eilífu þrá mannsins að finna fyrir-
heitna landið, og á þær gífurlegu fórnir sem hann er reiðubúinn að færa trú
sinni. I klausu sem má lesa sem ágrip af æfi og örlögum Steinars bónda segir
svo:
147