Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 23
Listm að Ijúka sögu
Séra Jón trúir ekki á sagnfræðina og möguleika hennar að gefa okkur
sanna mynd af veruleikanum. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að
„sagnfræði er fabúla, og hún vond“; þá fór hann að „leita að skárri fabúlu og
fann guðfræðina" (105). I framhaldi þessa samtals við Umba, umboðsmann
biskups, segir hann dálítið ítarlegar frá reynslu sinni af sagnfræði og „stað-
reyndum“:
Saga er einlægt eitthvað alt annað en það sem heíur gerst. Staðreyndirnar eru
roknar frá þér áðuren þú byrjar söguna. Saga er aðeins staðreynd útaf fyrir
sig. Og því nær sem þú reynir að komast staðreyndum með sagnfræði, því
dýpra sökkurðu í skáldsögu. Af því meiri varfærni sem þú útskýrir staðreynd,
þeim mun marklausari fabúlu veiðirðu úr ginnúngagapi. (108)
I augum unga mannsins er þetta óvænt og svæsin kenning, og hann
ymprar síðarmeir við séra Jón á nauðsyn þess „að koma sér saman um að
eitthvað sé satt og reyna síðan að lifa eftir því í félagi“. En sóknarpresturinn
svarar honum:
Það er gaman að hlusta á fuglana kvaka. En það væri annað en gaman ef
fuglarnir væru einlægt að kvaka satt. Haldið þér að gullbryddíngin á þessu
skýi sem við sjáum þarna í jónosferunni sé sönn? En hver sá sem ekki er
reiðubúinn að lifa og deya fyrir þetta ský, hann er heillum horfinn maður.
(296/97)
Þegar Umbi kemur með þá mótbáru að það sem séra Jón segir kunni að
vera „góður skáldskapur“, en standi „því miður í litlum raunteingslum“ við
erindið sem Umbi hefur vakið við hann í embættisnafni, þá lýkur prestur
þessari viðræðu með orðunum: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér
á jörðinni." (298)
Þessi sérkennilegi sóknarprestur, einn af mörgum í skáldskaparheimi
Halldórs, kemur venjulegum mönnum einsog Umba mjög á óvart. En dag-
legt líf manna er honum síst af öllu framandi. Hann ræktar kannski illa
opinber embættisverk sín. Aftur á móti stundar hann af alúð hversdagsleg-
ustu störf fyrir menn: járnar hesta, gerir við prímusa og vélar í hraðfrysti-
húsum o. s. frv. Einkunnarorð hans er að taka jarðlífið gilt, á svo að segja
sjálfsagðan og hlutlausan hátt. En öll afstaða hans til lífsins hefur sterkan
keim af dulhyggju. Allt sem virðist í augum annarra þversagnakennt og
kynlegt í fari hans, er alveg rökrétt út frá hans eigin forsendum. Hann er
sjálfum sér trúr, og óhagganlegur. Andrúmsloftið kringum hann er einkar
hreint. Hann kann að koma okkur fyrir sjónir sem helgur maður á gamal-
dags vísu, ekki ósvipaður organistanum í Atómstöðinni.
En sá sem tekur ekki lífið gilt eins og það er, það er dr. Godman Sýng-
149