Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 133
NOKKRIR GAGNRÝNISÞANKAR
VARÐANDI „UPPRUNA
NÚTÍMANS“
I ágætri grein sem Gunnar Karlsson
prófessor ritaði í Sögu 1982 fjallaði hann
um þann vanda sem sögukennslan á við
að stríða um þessar mundir. Þar segir
m. a.:
Við höfum engar meginlínur í
sögunni eins skýrar og þjóðernis-
stefna vekjandi sögukennslunnar var,
engan jafneinfaldan mælikvarða á
hvað skiptir máli að kenna, ekki jafn-
auðvelda leið til að skapa spennu og
átök og virkja tilfinningar nemenda.
Sennilega verðum við að sætta okkur
við að þeir sælu tímar eru liðnir o^
komi ekki aftur um okkar daga. I
staðinn verður þá að treysta á nátt-
úrulegan áhuga barna og unglinga á
framandi mannlífi og forvitni um
uppruna hlutanna í kringum okkur.
Vandi sögukennara og kennslubók-
arhöfunda er þá einungis þeim mun
meiri að gera námsefnið aðlaðandi.
(Bls. 219)
Gunnar lét ekki sitja við orðin tóm. I
samvinnu við Braga Guðmundsson
menntaskólakennara á Akureyri hefur
hann nú ritað yfirlitsrit „um sögu ís-
lensku þjóðarinnar frá því á fyrri hluta
19. aldar til nútímans.“ I þessu 362 síðna
riti, sem einkum er ætlað nemendum í
framhaldsskólum, draga höfundar upp
nokkra mynd sem þeir telja „ungu
fólki . . . brýnast að vita um fortíð þjóð-
ar sinnar síðan hún hóf sókn til stjórn-
frelsis, lýðræðis og velmegunar.“ (s. 7)
Miðað við það markmið sem Gunnar
Umsagnir um bxkur
Karlsson taldi að kennslubókahöfundar
ættu að stefna að, — að gera efnið aðlað-
andi, — hefur þeim tekist ágætlega upp.
Vitaskuld innan þess ramma sem ætíð
verður að setja slíku verki. Þeas. að það
sé ekki of langt og að eitthvert skiljan-
legt samhengi sé í sögunni. Þeim hefur
tekist að skrifa kennslubók um framfara-
sögu þjóðarinnar, — með pólitísku ívafi,
— sem vonandi glæðir þekkingarþrá
nemenda og aðstoðar þá við að læra að
leita heimilda og vinna úr þeim, — búa
til sína eigin sögu.
Hér erum við komin að veigamiklum
þætti, — að búa til sögu. Sagnfræðingar
leita, flokka, greina og semja. Kennslu-
bókahöfundar notast gjarnan við eldri
sagnfræðiverk og búa til sögu handa
kennurum og nemendum. Kennarar
túlka fyrir nemendum og nemendurnir
taka við og eignast brot úr sögu þjóðar
sinnar og annarra. „Wie es eigentlich
gewesen ist“, — eða í þá áttina. Þekking
sem lítt mótuðum ungmennum er miðl-
að getur lifað lengi og farið víða bæði í
rúmi og tíma. Því er mikilvægt að sú
þekking sem börn og unglingar afla sér
sé sem sönnust, — myndi grunn, sem
þau geta síðar byggt á án fyrirfram gef-
inna hleypidóma, — tími innrætingar
ætti að vera liðinn.
Tilgangur þessara skrifa er þó ekki að
ræða almennt vandamál sögukennslu og
sögunáms heldur að gera nokkrar at-
hugasemdir við texta þeirra Gunnars og
Braga í þeirri von að þær megi koma að
gagni við endanlegan frágang verksins.
I kaflanum „Leiðin til fullveldis,
1904 — 1918“ segir að sambandslaga-
samningurinn 1918 hafi löngum verið
tengdur vonum Dana til að endurheimta
„þann hluta Slésvíkur sem dönskumæl-
andi fólk byggði, eftir fyrirsjáanlegan
ósigur Þjóðverja í styrjöldinni. Þegar
259