Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 85
lrskar nútímabókmenntir
glundroðanum fjarvídd og skiljanlegt mynstur, en sú seinni samtengir
annarsvegar sögulegan og goðsögulegan skilning og hinsvegar sterka kennd
fyrir návist einstaklingsins: þröngt og þrúgandi sögusvið sem hefur víðáttu
veraldarinnar að baksviði.
Richard Murphy (f. 1927) stendur líka í sérkennilegu sambandi við Irland og
írska sögu og raunar við önnur írsk skáld. Foreldrar hans voru af ensk-írskri
yfirstétt, og hann hefur ævinlega talið sig utanveltu við írskan hugarheim og
veruleik. í fyrstu bókum hans kom fram sterkur og meðvitaður vilji til að
snúa þessu við. Hann kljáðist af stakri einbeitni við spurninguna um „Irland
og írska þjóðarsál", en gerði það á nokkuð yfirborðskenndan hátt með því
að setjast að á Vestur-írlandi og taka upp lifnaðarhætti eyjarskeggja þar um
slóðir. I ljóðum hans verður vart sektarkenndar gagnvart írsku sveitafólki
sem var kúgað af forfeðrum hans, og hann leitar lausnar undan þeirri sekt
með því að fá sig viðurkenndan sem ósvikinn íra. Ljóð hans eru í klassísk-
um anda, sem gerir það að verkum að hann fjarlægist írskar hefðir og er í
rauninni utangarðs; af því skapast augljós og undarleg spenna. Braglínur
hans einkennir þokkafullt látleysi og háttföst hljómfegurð. Ljóð hans eru
auðug að myndum úr sjóferðum og leggja sig eftir epískri hlutlægni um leið
og þau tjá virka þátttöku hans sjálfs í viðburðum tímans og framvindu
sögunnar.
„The Battle of Aughrim" er langt ljóð um orustu sem batt enda á vonir
íra um lausn undan kúgurunum; þar kemur fram sögulegt samviskubit;
flaumur smáatriða og ljóðmynda er í hæsta máta minnisverður, aðlögun
sögunnar að ljóðinu; en öllu þessu er áorkað í ljóði sem er eiaðsíður utanvið
viðburðina; klassískt hlutleysið og rósamur tónninn vinna gegn þeirri
einlægu löngun að samlagast írsku þjóðarsálinni sem frá er sagt.
Ljóðabókin „High Island", fjallar um eyland í eigu skáldsins sem er
auðugt að fornum minjum einsog þeim sem Montague yrkir um; þessi ljóð
kynna kvikt og margslungið líf en gera það með hlutleysi og fáskiptni
utangarðsmanns. Fyrir mér er þessi háttur snar þáttur í þeirri ósviknu
ánægju sem verk Murphys vekja, en sjálf fágunin og fjarlægðin sem hann
heldur sig í hafa gert þau framandi fyrir almennum írskum lesendum.
Síðasta bók Murphys, „The Price of Stone“, er í reynd syrpa af sonnett-
um sem ortar eru í fyrstu persónu í orðastað ýmiskonar mannvirkja úr
steini, bygginga, skýla, brimbrjóta, hvarvetna um írland. Hér er tæknin enn
sem fyrr notuð sem leitartæki: skáldið reikar um sveitirnar einsog andi,
þreifar fyrir sér, skynjar, þráir, en er ævinlega utangarðs. „Cottage for Sale“
er dæmigert fyrir þessa afstöðu og fyrir stórfengleik stílsins. I syrpunni eru
fimmtíu sonnettur, sem hver og ein er fersk og auðug af eigin ágæti, en
211