Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 85
lrskar nútímabókmenntir glundroðanum fjarvídd og skiljanlegt mynstur, en sú seinni samtengir annarsvegar sögulegan og goðsögulegan skilning og hinsvegar sterka kennd fyrir návist einstaklingsins: þröngt og þrúgandi sögusvið sem hefur víðáttu veraldarinnar að baksviði. Richard Murphy (f. 1927) stendur líka í sérkennilegu sambandi við Irland og írska sögu og raunar við önnur írsk skáld. Foreldrar hans voru af ensk-írskri yfirstétt, og hann hefur ævinlega talið sig utanveltu við írskan hugarheim og veruleik. í fyrstu bókum hans kom fram sterkur og meðvitaður vilji til að snúa þessu við. Hann kljáðist af stakri einbeitni við spurninguna um „Irland og írska þjóðarsál", en gerði það á nokkuð yfirborðskenndan hátt með því að setjast að á Vestur-írlandi og taka upp lifnaðarhætti eyjarskeggja þar um slóðir. I ljóðum hans verður vart sektarkenndar gagnvart írsku sveitafólki sem var kúgað af forfeðrum hans, og hann leitar lausnar undan þeirri sekt með því að fá sig viðurkenndan sem ósvikinn íra. Ljóð hans eru í klassísk- um anda, sem gerir það að verkum að hann fjarlægist írskar hefðir og er í rauninni utangarðs; af því skapast augljós og undarleg spenna. Braglínur hans einkennir þokkafullt látleysi og háttföst hljómfegurð. Ljóð hans eru auðug að myndum úr sjóferðum og leggja sig eftir epískri hlutlægni um leið og þau tjá virka þátttöku hans sjálfs í viðburðum tímans og framvindu sögunnar. „The Battle of Aughrim" er langt ljóð um orustu sem batt enda á vonir íra um lausn undan kúgurunum; þar kemur fram sögulegt samviskubit; flaumur smáatriða og ljóðmynda er í hæsta máta minnisverður, aðlögun sögunnar að ljóðinu; en öllu þessu er áorkað í ljóði sem er eiaðsíður utanvið viðburðina; klassískt hlutleysið og rósamur tónninn vinna gegn þeirri einlægu löngun að samlagast írsku þjóðarsálinni sem frá er sagt. Ljóðabókin „High Island", fjallar um eyland í eigu skáldsins sem er auðugt að fornum minjum einsog þeim sem Montague yrkir um; þessi ljóð kynna kvikt og margslungið líf en gera það með hlutleysi og fáskiptni utangarðsmanns. Fyrir mér er þessi háttur snar þáttur í þeirri ósviknu ánægju sem verk Murphys vekja, en sjálf fágunin og fjarlægðin sem hann heldur sig í hafa gert þau framandi fyrir almennum írskum lesendum. Síðasta bók Murphys, „The Price of Stone“, er í reynd syrpa af sonnett- um sem ortar eru í fyrstu persónu í orðastað ýmiskonar mannvirkja úr steini, bygginga, skýla, brimbrjóta, hvarvetna um írland. Hér er tæknin enn sem fyrr notuð sem leitartæki: skáldið reikar um sveitirnar einsog andi, þreifar fyrir sér, skynjar, þráir, en er ævinlega utangarðs. „Cottage for Sale“ er dæmigert fyrir þessa afstöðu og fyrir stórfengleik stílsins. I syrpunni eru fimmtíu sonnettur, sem hver og ein er fersk og auðug af eigin ágæti, en 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.