Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar andi þeirrar bókar, einsog Halldór hefur skilið þessa torráðnu heimild, sem ríkir í Brekkukoti, því húsi sem ljær „öðrum húsum tilgáng". Hvað sem skilgreiningu taóismans líður, þá er andrúmsloftið í Brekku- koti markað óhagganlegri rósemi, yfirlætislausri mannúð, sjálfsagðri gest- risni, umburðarlyndi og afskiptaleysi um annarra manna trú og lifnaðar- hætti. Einn skýrasti fulltrúi slíkrar afstöðu meðal íbúa Brekkukots er eftir- litsmaðurinn. Alfgrímur kemur ferðbúinn til að kveðja hann í litla klef- anum, þar sem hann rækir af einstakri tryggð og ábyrgðartilfinningu starf það sem honum hefur verið trúað fyrir: að halda eyrarkömrunum svo- nefndu hreinum. Lítill drengur hafði Álfgrímur haldið að þessi maður „væri einhverskonar eftirlitsmaður yfir bænum, eða jafnvel yfir landinu". En þegar hann lítur um öxl sem sögumaður mörgum árum seinna, eftir reynslu sína af ýmsum frægum stofnunum og þeirra forstjórum, þá finnst honum „að þar hafi farið sá maður sem átt hefði að vera eftirlitsmaður yfir heiminum“ (314). Kveðjuorð þessa manns við Álfgrím fela í sér aðeins eina lífsreglu: „Og vegni þér vel. Vegni þér eftir verðskuldan allra sem ætla sér eitthvað; lángt eða skamt, mér er sama, bara að þeir séu ráðnir í því að vinna ekki öðrum tjón.“ (315) Það er frekar neikvæð allsherjarregla, í óvirkum og hófsömum anda taóismans. Brekkukotsannál lýkur með því að Álfgrímur horfir af þiljum póstskips- ins Norðstjörnunnar á eftir Birni afa og ömmu sinni „hvar þau leiddust heimáleið; í átt til krosshliðsins okkar; heim í Brekkukot, bæinn okkar sem átti að jafna við jörðu á morgun. Þau héldu hvort í annars hönd einsog börn“ (316). Átakanleg myndin af gömlu hjónunum hefur alltaf minnt mig á atriði í kaflanum „Þjóðerni" í Alþýdubókirmi — en þetta frjósama ritgerða- safn geymir ýmis kím að atriðum í seinni sögum Halldórs. Um borð í skipi á leið frá Nýju Jórvík til Hamborgar vorið 1922 tekur höfundur eftir gömlum sveitahjónum ættuðum úr Rínarlöndum. Eftir fimmtíu ára búskap í námunda við Milwaukee hafa þau selt búið og eru nú á leið heim til æskustöðva sinna. Það er ekki sagt að þau haldist í hendur, einsog Brekku- kotshjónin. En hin látlausa samstæða þeirra er mjög svipuð: „Þau töluðust ekki við, en sátu þögul einsog ein persóna; svo háttvís var eindrægni þeirra." Þessi hjón, komin um nírætt, verða hinum tvítuga Islendingi tákn um göfgi og mátt þjóðernisins: „Ut úr þessum falslausu andlitum upprunans sjálfs tal- aði það samræmi landslags og örlaga sem kallað er þjóð.“ En þar sem Björn afi og amma leiðast heim, bera þau ekki einnig vott um slíkt samræmi, um „göfgi og mátt“ þess? Halldór Laxness hafði einu sinni sjálfur gengið í síðasta skipti út um krosshliðið þar sem skilur tvo heima. Er ekki þetta krosshlið í augum bæði sögumanns og höfundar — en þeir hljóta 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.