Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 69
Af rotnun leggur himneska angan
kjánalegir af því þeir skilja ekki hinstu rök fjármagnsins. Og nú blasir
þverstæðan við okkur í nýrri mynd: Það er ekki tillitslaus metnaðurinn sem
verður Lucien að falli, einsog halda mætti sé litið á yfirlýstan boðskap
verksins, heldur féleysi hans.
Skáldskapur peninganna
Rétt einsog ljóðskáld tímabilsins tíndi sagnaskáld þess blóm hins illa — á
staðnum sem merktur er „dýki auðvaldsins“ á hinu sósíalíska landabréfi.
Adomo9
Skáldskapur skiptir miklu í verkinu: David og Lucien dreymir báða um að
verða skáld, og sá síðarnefndi heyr lengi vonlausa baráttu fyrir útgáfu ljóða
sinna. Hafa má í huga að franska ljóðlistin hafði á þessum tíma á sér svip
afturhvarfs, andstöðu við hugmyndafræði stjórnarbyltingarinnar miklu.
Pierre Barbéris bendir á að „I myndlist og ljóðlist hafði byltingin verið
þunglamaleg, akademísk og skrúðmálg. Hin sanna ljóðlist hlaut að verða
vopn fórnarlambanna og útlaganna.“10 En það þýðir líka að ljóðlistin var
bókmenntaform hins sögulega ósigurs, og einmitt þess vegna gat hún ekki
fullnægt Lucien til lengdar, jafn upptekinn og hann var af henni í fyrstu.
Þess ber að gæta að raunsæi Balzacs svipar til kvikmyndanna á upphafsárum
sínum í því að hann er óhræddur við að láta útlit samsvara skapgerð. Þannig
segir hann um hið unga skáld að Lucien hafi verið kvenlegur í fegurð sinni,
heldrimannslegur í fasi og ,brennandi melankólskur í anda‘ (bls. 51) — lýs-
ing máttvana skálds sem lítils má sín andspænis gangi sögunnar.
Slíkur maður er auðvitað aufúsugestur í teboðum Angouléme-aðalsins,
enda sameinast Lucien og frú de Bargeton í dýrkun ljóðlistarinnar, eins
konar „ást án elskhuga", einsog Balzac orðar það (bls. 65). En smám saman
áttar Lucien sig á því að skáldskapurinn er honum ekki eins hugleikinn og
hann vonar, hið skáldlega í honum sjálfum, hæfileikinn til að láta heillast og
hrífast, beinist æ meir að veraldlegri hlutum. Eftir að hann er kominn út úr
apótekinu er vakinn með honum sá sultur sem seint tekst að seðja. Hefur þá
skáldskapurinn ekki bara þokað fyrir þjóðfélagslegum metnaði? Ekki alveg,
því metnaður Luciens er aldrei kaldur og útreiknaður, hann hefur ávallt yfir
sér eitthvað af þessum ástríðufulla, óröklega anda skáldskaparins. Sagt er
um hófstillta ást Davids og Evu að andspænis ástríðu Luciens sé hún eins og
„sóleyjar og fíflar andspænis undraverðum blómum skrautbeðanna" (bls.
88). Og hvergi getur að líta fegurri blómagarða en í stórborginni, hvergi
hrífst Lucien jafn mikið af umhverfi sínu og í spillingariðunni miðri.
Sögumaður hrífst með honum. Því hvað sem líður siðferðilegum fordæm-
195