Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 126
Tímarit Máls og menningar
færði þér fórnir
hlátur og tár
svita og sæði
krefðu mig meir
færði þér fórnir
flótta og víngl
óra og einsemd
krefðu mig meir
(s. 31)
Það gerir form Geirlaugs enn knapp-
ara að hann sýnir dirfsku í að und-
anskilja orð sem ekki er full þörf á merk-
ingarinnar vegna, aðallega smáorð og
persónufornöfn:
því
fór
með síðustu lest
(s. 43)
lít aldrei
á fugla
flognir
fyrr en varir
(s. 46)
En sé þetta knappa og stranga form í
samræmi við anda ljóðanna þá gengur
það oft gegn efniviði þeirra, ögnum
þeirra og eindum, því að heimur þessara
bóka er eins og ég sagði fyrr með
ósköpum, kaotískur, þar ægir öllu sam-
an. En það er eitt af undrum bókarinnar
Fátt af einum, þessi spenna milli strangs
formsins og óskapanna, eitthvað sem
kalla mætti írónískt yfirbragð, sem er
náttúrulega mjög svo í samræmi við mál-
flutning Geirlaugs.
Og það er fyrst og fremst þetta vel
unna form sem gerir þessa bók miklu
betri fyrri bókum Geirlaugs og setur
hana, þegar það bætist við kosti þeirra, í
hóp bestu ljóðabóka síðustu ára.
IV
Árið 1985 kom sjötta ljóðabók Geir-
laugs, Þrítíð. Enn ræktar hann sama
garð, að efni og formi minnir hún mjög
á fyrri bækur hans. Það má því að miklu
leyti hafa um hana svipuð orð og Fátt af
einum. Fyrir lesendur Geirlaugs sætir
hún ekki sömu tíðindum og Fátt af
einum.
Þrítíð bætir enn við veröld sem Geir-
laugur hefur verið að skapa í bókum
sxnum, veröld sem verður til af ótal
brotakenndum myndum, hún er myrk
og villugjörn og við verðum að beita
ímyndunarafli okkar, tilfinningum og
innsæi ekki síður en rökhugsun til að
rata. Hún er myrkari en Fátt af einum,
einlitari, bæði í bókstaflegum skilningi
og þannig séð að í henni er minna af
þeim gáska sem oft er í fyrri bókinni. Á
hinn bóginn er hún, þrátt fyrir nokkur
veik ljóð innanum, oft sterkari hvað
form og myndmál snertir.
Þó bregður fyrir í þessari bók glað-
hlakkalegum tóni, þó öðru vísi en í áður
tilvitnuðum stöðum í Fátt af einum:
plútó
glottsígar penis
veifur
skrautflúrstékkar
áfallalausir vixlar
á
silfur egils
(s. 69)
(sem leiðir hugann að ákveðnum skyld-
leika með skáldskap Dags og Geirlaugs
252
X