Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 79
Irskar nútímabókmenntir
burðargrindur skáldskapar sem tengdar eru smekklega innpakkaðri veröld,
og hjá þeim kemur vissulega fram sterk tilhneiging sem ljær verkum þeirra
gildi og jafnvel spennu. Yfirleitt er fordæmið sem Joyce og Beckett gáfu virt
að vettugi. Þar er írsku samfélagi án efa um að kenna. Irland rambar enn á
barmi miðalda í siðvenjum og hegðunarkröfum, bregst skjótt og hart við
hverjum höfundi sem gerir sig líklegan til að vefengja ríkjandi ástand. Samt
eru til höfundar sem reynt hafa að rjúfa varnargarðana, og að þeim hyggst
ég einkum beina athyglinni.
Irska smásagan hefur getið sér mikinn orðstír. Hún átti sér upptök hjá
Tsékhov og Maupassant, og snemma á öldinni komu fram höfundar sem
fundu að þeir voru fráskildir samfélaginu vegna eigin meðvitundar, en
höfðu samt fulla samúð með þessu samfélagi í viðhorfum sínum. Borgarlíf
var af skornum skammti; ýmist var um að ræða sveitalíf eða smábæjalíf.
Efnislega fjölluðu sögurnar oft um þröngsýni og einsemd sem af henni
leiddi á slíkum stöðum, og hin skarpa og næma athugun sem smásagan
útheimti færði okkur fáeina gimsteina: Frank O’Connor, Sean O Faolain,
Benedict Keily, Mary Lavin, Bryan MacMahon — ég nefni þessa höfunda í
framhjáhlaupi. Sögur þeirra ólu af sér ærandi kór af hermikrákum! Einsog
ýmis ljóðskáld sem stældu Kavanagh leituðust þessir höfundar við að lýsa
samfélagi, sliguðu af kaþólskum bannhelgum, sem átti í erfiðleikum með að
ráða við óánægjuraddir ódælla einstaklinga. Þeir höfundar, sem tókst að
losa sig við hömlur þessarar fyrirfram ákvörðuðu burðargrindar, hafa orðið
að reiða sig á vængbreiðara og æsilegra hugarflug, þeir hafa reyndar orðið að
smíða sér nýjar burðargrindur, og árangurinn er líf og fersk fjölkynngi.
Ljóðlist
Snúum aftur að ljóðlistinni. Ljóðskáldið Seamus Heany er nú flokkaður (og
ég hef séð „flokkun" í virðulegu ensku tímariti þarsem 100 samtímaljóð-
skáldum er raðað á svipaðan hátt og knattspyrnuliðum) númer eitt í heim-
inum. Fyrir þá okkar, sem lifa og starfa í andrúmslofti hans, eru áhrifin
blandin. Annarsvegar er ótvíræð fagmennska hans; maður kemst ekki hjá að
heillast af fimbulkrafti ljóða hans og gjafmildu og hlédrægu falsleysi návistar
hans. Á hinn bóginn liggur við borð að maður sé ofurliði borinn, fari sjálfur
að yrkja Heaneyljóð, og þareð alla mikla höfunda er hægt að stæla á yfir-
borðinu, þó í reynd sé aldrei hægt að líkja eftir þeim, þá er allt morandi í
Heaneyljóðum sem eru upptil hópa hörmuleg. Fyrir mér er Heaneyljóð
hárnákvæmt í umhverfislýsingum, strengilega hamið og agað af öfugum tví-
liðum og hálfrími, með snyrtilega samtvinnuðu myndmáli í lokin; kannski
má kalla slíkan kveðskap „námskeiðaljóð", hann er vel ortur, vinsæll í
205