Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar
(sama rit og 1, bls. 685), og verður mark raunsæisins varla sett hærra. Það er
því ekki úr vegi að gaumgæfa raunsæisformið út frá einni hinna stóru skáld-
sagna hans, Brostnum vonum (Illusions perdues, orðrétt ,Glataðar tálsýnir',
kom út í þrem hlutum 1837—1844).
Aðalsmenn og mannorðsþjófar
Aðalpersóna Brostinna vona er Lucien Chardon, apótekarasonur sem um-
fram allt þráir „ást og frægð“; sagan lýsir ólánsömum en stórkostlegum elt-
ingaleik hans við snillingsdrauma og skáldagrillur. Hún er látin gerast á
árunum í kringum 1820, þegar Loðvík 18. er við völd og ráðaöfl Frakklands
vilja helst gleyma byltingunni 1789 og snúa aftur til fornra stjórnarhátta.
Svið fyrsta hlutans er Angouléme, heimabær Luciens, og segir af honum
og félaga hans David Séchard, draumsýnum þeirra og vonum. Báðir eru þeir
úr smáborgarastétt en ósáttir við hlutskipti sitt í tilverunni. Bærinn skiptist
félagslega og landfræðilega í tvennt, og býr aðallinn í efri hluta hans. Þessi
sveitaaðall (meira sveit en aðall) reynir að halda úti sýningu sem byggð er á
handriti Parísaraðalsins, en með of fáum leikurum, fátæklegum sviðsbúnaði
og öllu smærri viðburðum. Engu að síður eygir Lucien von um aðgang að
París með því að viðra sig upp við Angoulémeaðalinn. Hann verður eins
konar hirðskáld og kjölturakki aðalsfrúarinnar Louise de Bargeton, drottn-
ingar Angouléme.
Svo fer að lokum að þau halda til Parísar, þar sem annar hluti bókarinnar
gerist. Lucien byrjar þá að leika aðalsmann, og tekur sér á vafasömum
forsendum nafnið de Rupembré. I stórborginni París leikur hver sitt hlut-
verk, en Lucien og Louise eiga ekki réttu búningana. Atakanleg lýsing er á
því þegar þau hittast í óperunni og sjá allt í einu hvort annað í nýju
umhverfi: Hann er einsog jólatré, hún einsog beinagrind. En hún er þó
raunveruleg aðalskona, og fær því annað tækifæri, hann er búinn að vera: „I
þessum heimi, þar sem litlir hlutir verða stórir, getur ein hreyfing, eitt orð,
eyðilagt allt fyrir byrjandanum.“ (bls. 189) Og skyndilega er Lucien ekki
lengur til í þessari París, sem samanstendur af 20 samkvæmum hefðarfólks.
Lucien kemst í samband við hóp ungra og fátækra andans manna í kring-
um Daniel d’Arthez, og hyggst leggja rækt við skáldgáfuna og fága sínar
sonnettur, en það ljóðform er honum hugleiknast. Þessi alvörugefni og
vinnusami félagsskapur reynist honum þó ekki nógu auðfarin leið til
frægðar og frama, og hann leitar fyrir sér annars staðar. Fyrr en varir er
hann kominn í bland við bóksala og blaðamenn í kringum markaðsbygging-
arnar Galeries-de-Bois:
Hér var ekkert nema bóksalar, skáldskapur, pólitík og prósi, tískukaupmenn
188