Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 27
Listin að Ijúka sögu Eg veit ég lifi aldrei nógu leingi til að kynnast honum pabba, segir stúlkan. Ég gleymi ekki hvað ég varð hissa þegar við fórum til Italíu. Við fórum inní streingjabúð að kaupa fiðlu. Hann prófaði allar fiðlurnar. Og dúfurnar í borginni komu fljúgandi innum opinn gluggann og settust á öxlina á honum. Þegar ég er veik, þá hugsa ég um hann pabba minn og þá fer mér að líða betur. (134) Þau sögumaður og Bergrún halda sambandi sínu og skrifast á. í bréfi minnir stúlkan á sögu sína um Italíuferðina, og segir svo: En ef þér segið pabba að ég hafi talað við yður, og dúfurnar hafi komið fljúgandi innum gluggann á Italíu þegar hann var að spila á fiðlu, þá skal ég drepa yður. Ég er samskonar lygari og allir aumíngjar, öll mín lygi er aumíngjalygi, en samt reyni ég að ljúga aldrei öðru en því sem mætti til sanns vegar færa. (134) Hvernig á að skilja þessi orð? Ef til vill hafa dúfurnar aldrei komið fljúgandi innum opinn gluggann og sest á öxl pabba hennar. Kannski er ekki um „staðreyndir" að ræða, heldur um óskadraum hennar og skáldskap. En þannig er það í endurminningunni. Þannig ætti það að hafa verið. I því ljósi sér hún pabba sinn. Þessvegna má „aumíngjalygi“ hennar „til sanns vegar færa“. Seinna tekur Bergrún sig til og fer ein á strandbátnum til Djúpvíkur til að sjá pabba sinn. Sögumaður finnur hana aftur á Hótel Djúpvík: „Hún situr á stól í tómri móttökunni með hækjurnar sínar um þvera kjöltuna og er að bíða. Ögn kánkvíslegt bros ljómar enn í þessum bláskæru augum um leið og hún lýkur mig þúngri hendinni.“ (268) Hún segist hafa „tvo sjúkdóma, þeir halda lífinu hvor í öðrum, vonandi drepast þeir líka hvor úr öðrum. En þegar ég er hjá pabba þá er ég sæl“ (271). En hann hefur enn ekki gert vart við sig. Brátt er stúlkan flutt „í sjúkraskýlið áfast læknisbústaðnum og haft handa slösuðum sjómönnum" (279). Þegar sögumaður kemur aftur úr stuttu ferðalagi og ætlar að fara að vitja Bergrúnar, þá er hún dáin. „Hækjurnar lágu þversum á stól.“ (282) Pabbi hennar er loksins kominn, en um seinan til að finna hana á lífi. Hann hvíslar að sögumanni „dimmt og rámt svo varla heyrðist: Það var eitt slagið enn. Nú verða þau ekki fleiri“ (283). Hann spyr hinn unga kunningja sinn og æfi- söguritara, hvort hann hafi þekkt þessa stúlku og vissi hver hún væri: Varla getur það heitið, sagði ég. íslandsbersi: Þetta var hún dóttir mín. Ég er pabbi hennar. Það var ég sem spilaði fyrir hana á fiðlu. Hún var komin að finna mig. (284) Eftir enn einn kafla um síldina koma Bergrún og fiðlan aftur við sögu í 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.