Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 65
Af rotnun leggur himneska angan Það leikur enginn vafi á því að boðskapur verksins er andkapítalískur. Spyrja mætti hins vegar úr hvaða átt sú gagnrýni kemur, á hvaða gildismati hún hvílir. Pólitískar yfirlýsingar eru ekki margar í bókinni. Blaðamennirnir skipta um stjórnmálaviðhorf rétt einsog aðrar skoðanir eftir hentugleikum, og í þeim hópi sem heiðarlegastur er í bókinni — hópnum í kringum d’Arthez — eru bæði lýðveldissinnar og konungshollir menn. Það ástand er sennilega dæmigerðara fyrir ritunartíma bókarinnar en þann tíma sem hún gerist á, og kallaður var endurreisnartími vegna þess að ráðamenn vildu endurreisa forna stjórnarhætti. Borgarakonungurinn Loðvík Filippus, sem náði völdum uppúr júlíbyltingunni 1830 og var við þau þegar bókin var skrifuð, var búinn að valda jafnvel æstustu stuðningsmönnum sínum slíkum vonbrigðum að stjórnmál höfðu fengið á sig óorð. Hugsjónir voru ekki lengur í háum metum og áttu lýðveldissinnar þar sína sök. Við valdatöku Loðvíks Filippusar hafði Lafayette, hinn aldni leiðtogi lýðveldissinna, fagnað Loðvíki, hertoganum af Orléans sem „besta lýðveldinu“. Einn við- staddra, Lafitte að nafni, mun við þetta tækifæri hafa komist nær sannleik- anum þegar hann sagði að ,héðan af ráði bankastjórarnir ferðinni',3 og sú virðist einnig hafa verið skoðun Balzacs. Peningar, og ekki stjórnmálahug- sjónir, réðu nú úrslitum um framvindu sögu og samfélags. Hér er komið að lykilatriði í samfélagssýn Balzacs: Borgarastéttin í verkum hans er ekki framleiðin, heldur lifir hún á ýmis konar fjármagnstil- færslum, sem einatt eru svo flóknar að fórnarlömbin botna ekkert í þeim. Með slíkum aðferðum sölsar hún undir sig verk og eignir manna. Þetta á t. d. við Cointet, þann ljóta kapítalista í Brostnum vonum, sem jafnframt er einkar laginn við að notfæra sér lagakróka og dómskerfi. Borgarastétt Balzacs samanstendur af spákaupmönnum, verslunareigendum, okurlánur- um, bankastjórum og öðrum þeim sem höndla með fé. Fræðimenn hafa komist að því að meðal persóna sem máli skipta í öllum Hinum mannlega gleðileik Balzacs sé aðeins einn iðnjöfur — og sá er ilmvatnsframleiðandi.4 Sama á reyndar við um fjórðu stéttina, verkafólk: Fulltrúar hennar meðal áberandi persóna gleðileiksins munu sárafáir. Sú staðreynd er reyndar ekki svo fráleit miðað við sögutíma verkanna, en kemur illa heim við þá sögulegu framsýni sem Balzac er einatt hælt fyrir. Stéttirnar tvær sem vantar í borgarmyndina í hinni „fullkomnu samfé- lagslýsingu“ Balzacs, höfðu mjög sótt í sig veðrið í Frakklandi eftir 1830; iðnframleiðsla stórjókst og verkalýðsstéttin kom í fyrsta skipti fram í sjálf- stæðu hlutverki á leiksviði stjórnmálanna. En þær vantar í mynd sagna- meistarans franska af París, þar sem helstu stéttirnar eru aðall á niðurleið, fjármagnsstétt á uppleið og svo hópur skálda, blaðamanna, leikara og annarra trúða á hringsviði borgarinnar, sem lifa sníkjulífi á hinum. 191
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.