Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 25
Listin að Ijúka sögu Presturinn hefur áður minnst á Uu við Umba; í því samtali segir meðal annars: Séra Jón: Ég vildi að þér ættuð eftir að kynnast þessari konu úngi maður. Umbi: Til hvers? Séra Jón: Þér munduð skilja lífið. Umbi: Lífið? Hvaða líf? Séra Jón: Hvaða líf, ja það er nú einmitt það! Ég skildi það ekki fyren brúður mín var horfin ásamt vini mínum. (103/04) Á því stigi málsins skilur Umbi ekki hvað séra Jón á við, sem er heldur ekki von. En í lok sögunnar, þegar þau Umbi mætast og talast lengi við ein, verður hann bergnuminn af þessari furðulegu konu, ástfanginn af þessari „kvenmynd eilífðarinnar“ (321), þó hún sé helmingi eldri en hann. Erindi hans og hlutverk er gleymt í svipinn: „Eg stakk kompunni niður hjá mér og strauk skýrsluna framanúr mér með hendinni einsog rykmý.“ (311) Að bóka „staðreyndir“ sem hlutlaus áhorfandi utanfrá er ekki einhlítt. Það líf sem sagt er frá getur allt í einu orðið snar þáttur í reynslu skýrslu- manns: Óleysandi skuldbindíng er í því falin að sjá og hafa séð. Skýrslunni hefur ekki aðeins slegið inn í blóð sjálfs mín heldur er kvikan í lífi mínu runnin í einn þráð með skýrslunni. Óforvarandis hafði ég verið ekki aðeins sjónarvott- ur heldur einnig smiðvél ókunnra hluta. Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum, var eitt sinn spurt. Hver mun frelsa oss af skýrslu? (318) Ætli þetta sé ekki játning Halldórs sjálfs sem skáldsagnahöfundar, og jafnframt svolítil sneið að strembnum „dókumentarisma“ í bókmenntum okkar tíma? Sögunni lýkur á æfintýralegan hátt. „Þú skalt fylgja mér á enda veraldar“, segir Ua við unga manninn í því hún tekur hann „til sín allan“ (315). Þegar kvöldar daginn eftir þessa nótt lætur hún hann fara upp í glæsilegan „imperíal" sinn og leggur af stað. Loks beygir hún út af þjóðbrautinni inn á troðning í þokunni. Vagninn verður fastur í keldu, og þau halda áfram gang- andi. Allt í einu standa þau fyrir framan lítið hús með torfþaki, þann stað sem Ua hefur verið að leita að — Neðratraðarkot? Hún segist eiga heima hér. Hún ætlar að skreppa inn og vekja pabba sinn og mömmu og spyrja hvort hún megi hafa hjá sér pilt um nótt. „Eg bý um og tek til í stofunni. Ég ætla að taka upp eld. Svo skal ég baka þér brauð. Láttu svo lítið að setjast á kálgarðsvegginn meðan þú bíður vinur.“ (328/29) Umbi hímir góða stund í rigningunni og fer að hugsa „hvað konan hefði haft fyrir sér þegar hún hvíslaði að nú værum við að fara á heimsenda. Var það þessi staður?" (329) Eftir langa bið kallar hann í áttina til hússins: 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.