Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 67
Af rotnun leggur himneska angan
lesendur Balzacs þekktu kauða frá Goriot gamla og vissu nú loks hvern
mann hann hafði að geyma. Enda er ekki til neins að stefna upp á við í
samfélaginu — „Nískan hefst þar sem fátæktinni sleppir" segir á einum stað
(bls. 31); „Og það samfélag sem nú býður öllum börnum sínum að sama
veisluborði vekur þegar að morgni lífsins hjá þeim græðgina“ segir síðar
(bls. 82).
Þjóðfélagssýn Balzacs virðist því uppfull af ,skósmiður haltu þig við leista
þinn’ og ámóta smáborgaravisku með áherslu á nægjusemi og trúnað yfir
litlu. „Til er fólk sem missir bæði gildi sitt og yfirbragð þegar það hefur
verið skilið frá þeim andlitum, hlutum og stöðum sem eru rammi þess.“
(bls. 170). Innan þess þjóðfélagslega athafnasviðs sem hverjum og einum er
fengið ber honum hins vegar að stefna að jafnvægi vilja, anda og forms.
Metnaðurinn verður Lucien ávallt að falli. Varla hefur hann komist í
samband við aðalinn í Angouléme en hann þráir París. Eftir fyrsta ósigur
sinn þar kemst hann í góðan félagsskap ungra höfunda, en það nægir ekki til
að ,seðja hungur hans'; honum tekst að vinna sér sess í blaðaheiminum en
ekki dugir það til, hann vill aftur komast í bland við aðalinn, „hinn stóra
heim“ (bls. 404). Þar ofmetnast hann líka, virðir ekki formið — gleymir til
dæmis að fela fátæka ástmey sína Coralie — og brotlendir að nýju. Honum
er líkt farið og Sarrasine í samnefndri sögu eftir Balzac: Hann tapar vegna
þess að hann þekkir ekki siðareglur og merkjamál menningarsviðsins, sem
hann hefur hætt sér inn á. Hann tapar, vegna þess að hann skilur ekki tákn-
kerfi ,hinna‘.6
Þegar Lucien kemur til baka til Angouléme fær hann um skeið að nýju
aðgang að dyngju frú de Bargeton, „frúarherberginu þar sem ógæfa Lucien
hófst, og þar sem hún yrði að lokum fullkomnuð" (bls. 584). Apótekarason-
urinn átti aldrei neitt erindi þangað, og það verður honum enn að falli.
Honum tekst aldrei að finna það jafnvægi vilja og anda, sem betri vinir hans
eru sífellt að brýna fyrir honum. Systir hans Eva er honum jafnan stoð og
stytta: „Þessi heilaga vera, sem vissi ekki að þar sem metnaðurinn býr um
sig, er ekkert rúm lengur fyrir barnslegar tilfinningar" (bls. 72) — og hlýst
ekki nema ógæfa af. Undir bókarlok hefur Evu skilist þetta, enda segir hún
við mann sinn: „O engillinn minn! Gefðu framabrautina upp á bátinn . . .
Göngum saman grýtta veginn, og leitum ekki skjótfenginnar hamingju . . .“
(bls. 646, punktar Balzacs).
Ljóst virðist að gildismat Balzacs í þessu verki einkennist af hugsjónum
um nægjusemi, og samfélagið á að hans dómi að vera stranglega lagskipt. Og
hvar er þá þverstæðan sem Engels talaði um? Er Balzac kannski engu minni
afturhaldsmaður í verkum sínum en hann var í opinberu lífi, eins og Jan
Myrdal hefur haldið fram?7 Gagnrýni Balzacs á kapítalismann sýnist óneit-
TMM V
193