Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 67
Af rotnun leggur himneska angan lesendur Balzacs þekktu kauða frá Goriot gamla og vissu nú loks hvern mann hann hafði að geyma. Enda er ekki til neins að stefna upp á við í samfélaginu — „Nískan hefst þar sem fátæktinni sleppir" segir á einum stað (bls. 31); „Og það samfélag sem nú býður öllum börnum sínum að sama veisluborði vekur þegar að morgni lífsins hjá þeim græðgina“ segir síðar (bls. 82). Þjóðfélagssýn Balzacs virðist því uppfull af ,skósmiður haltu þig við leista þinn’ og ámóta smáborgaravisku með áherslu á nægjusemi og trúnað yfir litlu. „Til er fólk sem missir bæði gildi sitt og yfirbragð þegar það hefur verið skilið frá þeim andlitum, hlutum og stöðum sem eru rammi þess.“ (bls. 170). Innan þess þjóðfélagslega athafnasviðs sem hverjum og einum er fengið ber honum hins vegar að stefna að jafnvægi vilja, anda og forms. Metnaðurinn verður Lucien ávallt að falli. Varla hefur hann komist í samband við aðalinn í Angouléme en hann þráir París. Eftir fyrsta ósigur sinn þar kemst hann í góðan félagsskap ungra höfunda, en það nægir ekki til að ,seðja hungur hans'; honum tekst að vinna sér sess í blaðaheiminum en ekki dugir það til, hann vill aftur komast í bland við aðalinn, „hinn stóra heim“ (bls. 404). Þar ofmetnast hann líka, virðir ekki formið — gleymir til dæmis að fela fátæka ástmey sína Coralie — og brotlendir að nýju. Honum er líkt farið og Sarrasine í samnefndri sögu eftir Balzac: Hann tapar vegna þess að hann þekkir ekki siðareglur og merkjamál menningarsviðsins, sem hann hefur hætt sér inn á. Hann tapar, vegna þess að hann skilur ekki tákn- kerfi ,hinna‘.6 Þegar Lucien kemur til baka til Angouléme fær hann um skeið að nýju aðgang að dyngju frú de Bargeton, „frúarherberginu þar sem ógæfa Lucien hófst, og þar sem hún yrði að lokum fullkomnuð" (bls. 584). Apótekarason- urinn átti aldrei neitt erindi þangað, og það verður honum enn að falli. Honum tekst aldrei að finna það jafnvægi vilja og anda, sem betri vinir hans eru sífellt að brýna fyrir honum. Systir hans Eva er honum jafnan stoð og stytta: „Þessi heilaga vera, sem vissi ekki að þar sem metnaðurinn býr um sig, er ekkert rúm lengur fyrir barnslegar tilfinningar" (bls. 72) — og hlýst ekki nema ógæfa af. Undir bókarlok hefur Evu skilist þetta, enda segir hún við mann sinn: „O engillinn minn! Gefðu framabrautina upp á bátinn . . . Göngum saman grýtta veginn, og leitum ekki skjótfenginnar hamingju . . .“ (bls. 646, punktar Balzacs). Ljóst virðist að gildismat Balzacs í þessu verki einkennist af hugsjónum um nægjusemi, og samfélagið á að hans dómi að vera stranglega lagskipt. Og hvar er þá þverstæðan sem Engels talaði um? Er Balzac kannski engu minni afturhaldsmaður í verkum sínum en hann var í opinberu lífi, eins og Jan Myrdal hefur haldið fram?7 Gagnrýni Balzacs á kapítalismann sýnist óneit- TMM V 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.