Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar mann. Hann er harðsvíraður skynsemistrúarmaður. Við séra Jón, sem reynir að segia honum sögu af fífli og hunangsflugu, heldur hann því fram að lýrik sé „viðbjóðslegasta rugl sem til er á jörðinni að guðfræði ekki undanskilinni“ (189). Sjálfur hefur hann búið til einhvers konar vísindalegt alheimskerfi, með mörg nýstárleg fræðiorð, til að útskýra og bæta lífið. Þótt bækur hans séu „enn ekki lesnar á jörðu“, hefur dr. Sýngmann óbifandi traust á vísindum sínum: „Nú þegar samstillíngin við æðra mannkyn stendur fyrir dyrum, þá loks er hafinn þáttur sem hægt er að taka mark á í sögu jarðarinnar. Epagógík ber fram rök til að sanna skaparanum að lífið sé með öllu marklaust trix nema það sé eilíft" (182/83). Kaldhæðni höfund- arins lýsir sér í því að þegar „vísindi“ dr. Sýngmanns eiga að sannast og ná hámarki sínu í vandlega undirbúinni endurlífgunartilraun, með aðstoð þriggja „lífsmagnara“ eða „bioinductors“ innfluttra frá Kaliforníu, þá lendir allt saman í eintómum skrípalátum. Það er von að Umba, hinum unga guðfræðinema, verði svolítið órótt í þessu merkilega umhverfi undir Jökli. Hann hefur verið gerður út af biskupi til að gefa skýrslu um kristnihald séra Jóns, en um það ganga ýmsar skrýtnar sögur. Biskup hefur lagt ríkt á við þennan óreynda umboðsmann sinn að segja alveg hlutlaust frá og gera engar athugasemdir frá eigin brjósti: „Ég bið um staðreyndir. Afgángurinn er mitt mál.“ (18) Umbi rækir verkefni sitt samviskusamlega samkvæmt þessum fyrirmælum, gerir til dæmis nákvæma skrá yfir útlit og eignir hinnar niðurníddu sóknarkirkju, tekur upp mörg samtöl á segulbönd sín o. s. frv. Hann er sem sagt „hlutlaus skýrslugerðar- maður um kristnihald undir Jökli" (139). En smám saman fer Umbi að ruglast í ríminu, og óttast að hann muni færa yfirboðurum sínum syðra „draumabók eina í skýrslustað úr sendiferð þessari undir Jökul. Mundi þá vandast málið ef þar ætti að auka við draum- ráðníngabók“ (288). Þeirri breytingu veldur persónuleiki séra Jóns, sem hefur sterk og næstum því sefjandi áhrif á hinn unga mann, en að lokum framar öllu sú dularfulla kona Ua eða Guðrún Sæmundsdóttir frá Neðra- traðarkoti. Henni skýtur skyndilega upp frá útlöndum eftir jarðarför dr. Sýngmanns, en hann varð bráðkvaddur í sumarhúsi sínu undir Jökli. Umba, og lesandanum, til mikillar undrunar segist Ua vera eiginkona séra Jóns. En rétt upp úr brúðkaupi þeirra fyrir þrjátíu og fimm árum fór hún með dr. Sýngmann út í heim. Þessi vellauðugi maður ættleiddi hana sem dóttur sína og sendi hana á nunnuskóla í París. Hún lýsir fyrir Umba því ótrúlega lífi sem hún hefur lifað síðan: staðið fyrir hóruhúsi í Buenos Aires í nokkur ár, og fleira. Og nú er hún loks komin aftur í heimahaga sína undir Jökli, einkaerfingi að gífurlegum auðæfum dr. Sýngmanns, og að eigin sögn ennþá lögmæt eiginkona séra Jóns. 150
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.