Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 83
Irskar nútímabókmenntir kanna það sem er sundurlaust og sjálfu sér ósamkvæmt í formi sem jafnan stefnir að samhengi og jafnvægi; ljóð hans eru könnunarferðir inná eyðilönd þarsem saman tvinnast óljóst og samhengislaust málfar, myrk og harkaleg hagræðing stefja og merkinga, en samt einkennast þau af samræmdu tungu- taki, myndmáli og hrynjandi og þokast sífellt dýpra inní innsta kjarna myrkursins. „Notes from the Land of the Dead“ var upphaf þessarar þró- unar, og ljóðasyrpan „Peppercannister“, sem birst hefur í takmörkuðum útgáfum frá heimili skáldsins, heldur áfram þessu ferli í líkingu við síendur- tekin áhlaup útá vígvöllinn. Ljóðlist Kinsella er semsé torskilin; hann hefur verið sakaður um að vera heimullegur, sjálfþæginn og klisjukenndur; en þegar svo er talað sést mönnum yfir aðalatriðið: lífsverk hans er heilsteypt, það er ótrúlega kröfuhörð og æsileg rannsókn á sjálfri lífsgátunni, menningu okkar og eðli listsköpunarinnar. Eg er þeirrar skoðunar, að þegar framí sækir muni Thomas Kinsella vera talinn í fylkingarbrjósti þeirra ljóðskálda í Englandi og Irlandi sem eftirminnilegast hafa tjáð og túlkað sál samtímans. John Montague (f. 1929) er einn helsti fulltrúi írskrar nútímaljóðlistar. Hann „vaknaði til vitundar" á undan Kinsella og Heaney og hafði nokkur áhrif á þá báða. Hann fæddist í New York, ólst upp hjá fjölskyldu sinni á Norður- Irlandi og hefur dvalist langdvölum í Bandaríkjunum og París. Tengsl hans við Norður-Irland hafa verið blendin, hann hefur reynt að sætta sig við sögu þess og samtímaástand, leitast við að sjá sjálfan sig sem „heimamann“ og „heimsborgara", og það er þessi spenna sem ljær ljóðum hans sinn sérstaka keim. I fyrstu verkum sínum kannaði hann fortíðina af mikilli samúð, prófaði „hin fornu form“ í von um að geta innlimað þau í ljóðlistina og sigrast á þeim; í „Like Dolmens" lánast honum þetta með eðlilegum þokka og stílfærslu, sem gerir það að verkum að ljóðlistin verður skilvirk aðferð til að horfast í augu við söguna. Hann hefur lagt sig eftir að meitla og slípa málið, ná skerpu og tærleik í myndmáli og orðfæri, og með þessa tækni að vopni hefur hann leitast við að verða nokkurskonar spámaður samtím- ans, sálgreinir og sérfræðingur í sjúkdómsgreiningu, þarsem ljóðlistin er í senn hreinsilyf og sjúkdómsmeðferð. I ljóðlist sinni hefur John Montague ævinlega lagt áherslu á einangrun einstaklingsins; hann er að vísu hluti af sögunni, en glímir sífellt við veröld sem er fjandsamleg einstaklingseðlinu; þessvegna hafa ástarljóð gegnt mikil- vægu hlutverki í kveðskap hans. Ljóðin sem hann orti á áttunda tug aldarinnar fjölluðu um sundrað hjónaband, upplausnartímann þartil annað hjónaband græddi sárin og varanlega tilfinningu missis og einangrunar hjá TMM VI 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.