Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 119
Skrýtilegra er þó — og það af svo verser-
uðum skagfirðingi sem Indriða — að
taka gamla og alkunna ljóðabréfsvísu og
gera hana með breytingum að hestavísu
eftir Kjarval. „Til er hestavísa eftir hann
sem hljóðar svo:
Þennan reyna má ég minn,
mér það enginn banna kann.
Þennan eina fína finn,
finn ég engan betri en hann.“ (II, 23)
Raunar byrjar vísan réttilega á orðun-
um: Pennann reyna má ég minn, en hitt
ætti að vera næsta auðséð að vísan sting-
ur algerlega í stúf við alla ljóðasmíð
Kjarvals, — guði sé lof!
Heimildir? Undirstöðurit?
Svo sem í upphafi er nefnt, er bók Ind-
riða yfirfljótandi af heimildum, og
sumum mjög merkilegum, svo sem þeim
sem sýna hin ótrúlegu ferðalög Kjarvals
um landið og þann aragrúa fólks sem
hann átti samskipti við, ógleyminn á
afmæli og tyllidaga, og nenningu hans á
að sinna hverju og einu af alúð sinni —
og frumleika. En hvar, munu þeir spyrja
sem ætla að notfæra sér bókina, er frum-
heimildirnar að finna? Stundum byggj-
ast þær að sjálfsögðu á viðtölum höfund-
ar við einstaka menn, stundum eru þær
nefndar í textanum, bók, blað, viðtal, en
oftar en ekki er uppruni þeirra hvergi
tíundaður. Svo dæmi sé tekið, segir í
fyrra bindi á bls. 38 að „Jóhannes hafi í
fyrstu ferð sinni til náms í útlöndum
farið í pílagrímsferð til London til að
kynnast verkum Turners.“ Þetta er mjög
merkilegt ef satt er. I fávisku minni hélt
ég að Jóhannes Sveinsson hefði hreint
ekki vitað að Turner væri til, hvað þá
þekkt verk hans svo, að efla í pílagríms-
ferð til þeirra. Því spyr forvitinn lesandi:
Hvar er heimild fyrir þessu? En slíkt er
Umsagnir um bœkur
hvergi látið uppi. Því er ég mjög hrædd-
ur um að manni á næstu öld eða þar-
næstu, sem hyggja ætlar að Jóhannesi
Kjarval, verði bók þessi ekki sú kjalfesta
rannsókna sinna sem átt hefði að vera.
A bls. 126 í fyrra bindinu hefur Ind-
riði þessi orð eftir Kjarval: „Tími og ró
og vilji og þekking — svo kemur allt í
bendi.“ Ekki veit ég betur en Indriði G.
Þorsteinsson hafi haft nógan tíma, en ró,
þekking og vilji eru auðvitað líka hlutir
sem til þarf. Bók þessi er skrifuð við
betri aðstæður en nokkur önnur um
listamann eða persónusögu hér á landi, á
launum í mörg ár, og því má líka með
fullum rétti gera til hennar strangar kröf-
ur. Maður sá sem um er fjallað, á það af
höfundi skilið.
Björn Th. Bjömsson
SVEFNLEYSIÐ SMÍÐAR
HUGANUM VÆNGI
Um Blindfugl/Svartflug
eftir Gyrði Elíasson
Það er ekki laust við að Gyrðir Elíasson
hafi sett svolítið strik í reikninginn hjá
ljóðabókakaupendum. Afköst hans hafa
verið með ólíkindum, svo menn hafa
vart fengið ráðrúm til að öngla saman
fyrir einni bók þegar önnur hefur verið
komin á markað. Ef skyggnst er um eftir
einhverri hliðstæðu við þessi firnalegu
afköst, verður einna helst fyrir valinu
Einar Már Guðmundsson, sem kvaddi
sér hljóðs með tveim ljóðabókum á sama
árinu og þeirri þriðju árið eftir. Gyrðir
hefur þó bætt um betur. A örskömmum
tíma hefur hann sent frá sér ekki færri en
fimm ljóðabækur, þar af tvær sama árið.
Svona háttalag brýtur auðvitað þvert í
245