Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar heildsala, rotnun borgaraætta, lífsstríð einstæðra mæðra, tilvistarvandi lang- drukkinna sjónvarpsþáttagerðarmanna, kúgun, kúgun: af nógu var að taka. Því miður heppnuðust fáar af þessum bókum vegna þess að markaðurinn var of áfjáður í þær. Þetta voru yfirleitt fyrstu bækur höfunda á tímum þegar ekki voru gerðar miklar tæknilegar kröfur til skáldsagna, þær áttu að vera hráar eins og lífið og því er ómaklegt að fara að núa þessum höfundum um nasir einhverjum smíðagöllum núna. Þetta voru bókmenntaleg meinlæti tíðarinnar — eins og dæmið um Olaf Gunnarsson sýnir — og eins hitt að stundum var eins og skrifað niður til fólks. Þetta var fyrsta kynslóð íslandssögunnar sem alist hafði upp við efnalega velferð og þeir sem réðust ekki gegn hlutadýrkun foreldra sinna stigu af göfuglyndi niður í vítið og lýstu því sem fyrir augu bar; áhugasamir og jákvæðir og sljóir. Þegar hin ömurlegu kjör voru útmáluð eða taumlaus efnishyggja eða fláttskapur iðnrekenda gleymdist mannleg reisn, eða kannski öllu heldur sú sérviska sem býr í hverjum einstaklingi og bókmenntirnar nærast á. Þeir gripu líka fram fyrir hendurnar á atburðarásinni, píndu hana inná einhverjar brautir í þágu hugmyndafræði sem þeir voru haldnir af. Málið á þessum bókum var flatt vegna þess að stílgaldrinum og sefjunarmætti orðanna var strengilega afneitað án þess að annað kæmi í staðinn. Þar olli sjálfsagt mestu um löngun til að skrifa fyrir alþýðu eða tortryggni tíðarinnar í garð þess bókmenntalega, en sé á málið litið í séríslensku bókmenntasamhengi má ef til vill varpa fram þeirri kenningu, þó fráleit kunni að virðast, að hér komi sjálfur módernisminn til skjalanna og áhrif hans á unga höfunda síðasta áratugar. Hefðbundinn skáldskapur byggir á blekkingu. Sú blekking er framkölluð með vandlega völdum orðum. Þau skipa sér í vef, blekkingarvef. Hvert orð þarf að seiða lesandann, flækja hann í vefnum. Undrið gerist: lesandi samþykkir fáránlegustu hluti, allar aðstæður, allar uppákomur, allar persónur, allt — aðeins ef höfundurinn er nógu slyngur að vefa. Módernískar köllum við í daglegu tali þær bækur — hvað sem líður söguleg- um skilgreiningum og heimspekilegum — þegar söguþráður er á einhvern hátt óljós fyrir venjulegum lesanda, en dilkadrátturinn er villandi því innan þessa svonefnda íslenska módernisma má greina afdráttarlaus andstæðuskaut; skil- greiningin gengur sem sé út frá lesandanum og ringluðum skilningarvitum hans fremur en bókmenntunum sjálfum. Því sem kennt hefur verið við módernisma hér má gróflega skipta í tvennt — sé hin þjóðfélagslega furðusaga Svövu Jakobsdóttur látin liggja á milli hluta að sinni: annars vegar er sá ljóðræni, sem byggir á blekkingunni, hleður upp ævintýralegum myndum, þar er orðunum ætlað að glitra. Afram er unnið með listræna blekkingu raunsæisins, en hún nýtt til hins ítrasta með ofurnatúralísku smáatriðanostri til að leiða lesanda inn í ókunnuglegt völundarhús sem er táknmynd tilveru fremur en eftirlíking: rof tímans leiðir verkið á vit eigin lögmála um leið og það slær á þá sammannlegu strengi sem mýtur allra tíma geyma. Stíllega á þessi íslenska tegund módernisma sér forboða í einstökum köflum hjá Halldóri Laxness þar sem mikið kapp er 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.