Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 123
ir líf okkar, gerviheim okkar. í henni er deilt á fláttskap og yfirborðsmennsku, skáldið sættir sig ekki við þá rökleysu, heimsku og lygi sem hvarvetna blasir við, það gerir kröfu til mannanna um að þeir efist, beiti skynsemi í stað trúar og komi fram af heiðarleika. En það er vissulega ekki mikil ástæða til bjartsýni, byltingarmennirnir eru sama marki brenndir og aðrir: baráttan er háð með slagorðum og hávaða, í skjóli fræðanna og klíkunnar, byltingarmennirnir hafa ekki frjálsa hugsun og heiðarleika í há- vegum, byltingin byggist á trú. Það er einhver utangarðskennd í þess- ari bók, Annab hvort eba. Þar er setið við drykkju og spil með geðklofnum unglingum, þar eru smáþjófar og skækj- ur, utan við gluggann syngja erlendir fuglar, þar er nótt, myrkur, vetur, draugar og feigð. En það er raunar oft undarleg þver- stæða fólgin í því að vera utangarðs. Utangarðsmaðurinn tekur sér gjarnan stöðu mitt í hringiðunni, hann er gjarn- an á umferðarstrætum en þekkir öng- strætin jafnvel, hann er á börum, mark- aðstorgum, járnbrautastöðvum, Hlemmi, hann er staddur mitt í hringið- unni, á braut kapphlaupsins, án þess að taka þátt í því. Hann er áhorfandi og sér það sem aðrir sjá ekki og það sem aðrir sjá sér hann öðrum augum. Hann er gjarnan hæðinn, oftast kaldhæðinn, og tjáir sig ekki með málæði heldur knöpp- um athugasemdum. Svo er oft einnig um góð skáld, en þau verða sjaldan lárviðar- skáld. Þessi utangarðskennd, ef svo má kalla, í ljóðum Geirlaugs er ekki aðeins fólgin í stökum orðum og hugmyndum eða stöðu þess sem ljóðið er lagt í munn. Hún felst líka í því að ádeilan er mjög almenn, róttæklingurinn getur ekki Umsagnir um bakur hlakkað yfir slæmri útreið borgarans, hann fær sitt líka, en umfram allt er það sem deilt er á sammannlegt, ekki bundið einum hóp eða stétt. II Það er kannski í samræmi við þessa ut- angarðskennd að Geirlaugur virðist ekki hafa notið hylli gagnrýnenda, bók- menntafræðinga og slíkra menningar- vita, með öðrum og fræðilegri orðum: bókmenntastofnunarinnar. Milli stofn- unarinnar og utangarðsmannsins er ósættanleg mótsögn. Bókmenntastofn- unin er að vísu ekki alltaf sjálfri sér samkvæm. En alla jafna líkar henni ekki, frekar en öðrum stofnunum, við menn sem eru utangarðs eða stilla sér upp utangarðs eða nota utangarðslegt orð- færi eða hátterni, nema það sé í tísku, og þá hættir það auðvitað um leið að vera utangarðs. Hún er líka viðkvæm og líkar ekki að gert sé grín að sér. Þar að auki er hún náttúrulega bæði íhaldssöm og þröngsýn og á bágt með að þola hvers kyns misfellur og groddaskap. Svo vill hún láta smjaðra fyrir sér. Og bækurnar vill hún fá prentaðar almennilega og gefnar út hjá sæmilega virðulegum for- lögum. Bókmenntastofnunin er sem sagt for- dómafull, tepruleg og glámskyggn, auk þess snobbuð og dellugjörn, sem sagt mjög mannleg, og þess vegna eðlilegt að hún láti sem ýmis ágæt skáld séu ekki til. Geirlaugur gaf út aðra bók sína 1976 og bar hún nafnið 21, síðan kom Undir öxinni 1980 og Án tilefnis 1982. Allar voru þessar bækur gefnar út á kostnað höfundarins og fjölritaðar. Þær eru vissulega nokkuð misjafnar að gæðum, einkum miðbókin, sem er efnismest þeirra. En þrátt fyrir einhverja hnökra sýndist mér að með þeim væri komið 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.