Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 12
Peter Hallberg
Listin að Ijúka sögu
Minnisgreinar um skáldskap Halldórs Laxness
Síðari hluti
Norðanstúlkan og blómin ófeigu
Með Atómstöðinni (1948) er stigið stórt skref frá löngu liðnum tíma beint
inn í nútímann. Uppistaða bókarinnar er nöpur ádeila á íslenska stjórnmála-
menn í lok síðari heimsstyrjaldar. „Selja land, grafa bein“ er kaldhæðið við-
lag hennar.
Það er norðanstúlkan Ugla sem segir frá allan tímann. Viðburðaríkt ár í
sögu þjóðarinnar líður hjá, einsog það orkar á hug hennar. Um leið verður
Atómstöðin saga hennar sem einstaklings; enda er heitið á leikritsgerð
verksins einmitt Norðanstúlkan (1972). Og það er sú saga, persónuleg
reynsla Uglu, sem verður að lokum einna eftirminnilegust.
I síðasta kafla bókarinnar gengur hún framhjá dómkirkjunni og verður
þar vitni að hágöfugri jarðarför, nátengdri vélabrögðum og svikum stjórn-
málamanna sem eru skotspónn höfundarins. Hópur götulýðs gerir hróp að
pípuhöttunum, þar sem stórhöfðingjar landsins ganga undir forkunnarfag-
urri kistu. Kvæði atómskáldsins um Óla fígúru er sönglað: „land vildi hann
selja / bein vildi hann grafa“. Stúlkan snýr sér undan þessum sjónleik, eða
skrípaleik: „Eg svipaðist um eftir skjótustu undankomuleið af þessu torgi,
þrýsti blómvendinum mínum fastara að mér og tók til fótanna. Hvers virði
hefði mér þótt að lifa ef ekki hefðu verið þessi blóm?“
Hvað merkja þessi sögulok, þessi blóm sem virðast bjarga trú hennar á
lífið? Þau eru gjöf frá organistanum, kennara hennar í organleik, sem hún
kom að norðan til að læra í höfuðstaðnum. En framar öllu hefur hann haft
djúp áhrif á þessa sveitastúlku með því að vera einfaldlega sá maður sem
hann er: vitur, mannúðlegur og umburðarlyndur. Hann heldur í öllu um-
róti samtímans, „atómstöðvarinnar", rólegu jafnvægi sínu, einhvern veginn
hafinn yfir þras daglegs lífs. Samspili hans og norðanstúlkunnar er lýst í
fáum dráttum, en af slíkri list að hún dýpkar mynd þeirra beggja.
Þegar Ugla heimsækir organistann í síðasta skipti, nýkomin úr Norður-
landsferð til foreldra sinna, er hún búin að sofa nóttina áður hjá Búa Arland,
138