Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 57
Jónas Hallgrímsson
Allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Hann lýsir sláttuhljóðinu á vellinum:
Glymur ljárinn gaman!
Grundin þýtur undir.
Og minnist um leið gimbilsins, sem á að fá grasið, sem fellur af ljá sláttu-
mannsins.
Hann hefur meira að segja samúð með yrðlingamóðurinni, þegar skot-
maðurinn knýr dyra hjá henni:
Margs ber að gæta
móður ungri
sonu fjögra
og sex dætra.
I kvæðaflokknum Annes og eyjar yrkir hann meðal annars um Tómasar-
haga, gróðurblettinn milli jöklanna, um vötnin á Arnarvatnsheiði, Drangey,
Kolbeinsey, og öll bera þessi ljúfu smáljóð blæ af sögum og sögnum, sem
hafa tengst þessum stöðum. Land og saga ofin saman. Fjallið Skjaldbreiður
er kvæði nokkuð stærra í sniðum, þar sem náttúrufræðingurinn og skáldið
sér í hugsýn þau eldsumbrot og hamfarir, sem orðið hafa við myndun Þing-
valla. Þó er einnig yfir því mildur svipur:
Grasið þróast grænt í næði
glóðir þar sem runnu fyr,
styður völlinn bjarta bæði
berg og djúp, — hann stendur kyr.
Sagt hefur verið um Ferðalok að það væri landsins fegursta kvæði. Um
slíkt hlýtur nú að vera vanddæmt, en líklega munu fáir andmælajsví að það
sé meðal hinna fegurstu. Þóra Gunnarsdóttir varð ástvina allra Islendinga,
þegar það vitnaðist að Ferðalok væru orkt til hennar.
En til er annað kvæði, Söknuður, kveðið undir sama hætti og talsvert
áþekkt, þar er að vísu engin Galtará og engir blómálfar, sem gráta í lautu
yfir skilnaði elskendanna. Þó skortir þar ekki líkingar úr ríki náttúrunnar:
183
L