Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 102
Tímarit Mdls og menningar
maður megi fyrir engan mun vera „öðruvísi" — af því að sjálf er hún svo
bersýnilega öðruvísi. Þau hafa aldrei náð saman. Þó veit Stebbi sjálfsagt
ekki betur, áður en sagan byrjar, en honum „þyki vænt“ um mömmu
sína. Og hún segir það alveg satt á bis. 74 hvað henni hafi þótt óskaplega
vænt um hann. En samband þeirra mæðgina er vandmeðfarið af því að
það þarf allt að gefa í skyn og segja sem fæst berum orðum.
c) Af þessu efni ræðst samband Stebba við Helgu systur sem hann leitar til
þegar mamma bregst. Hún er alveg heilbrigð þegar hún er lítil. Og fær að
súpa seyðið af því. Ég held að lýsingin á Helgu komi af sjálfu sér þegar
ræðst fram úr mömmu.
Nánar um þetta hér að neðan.
2. Um einstaka kafla
2. kafli, bls. 8: Ég held að krabbamein sé hentugri sjúkdómur. Þarf að slá
því föstu hér að mamma sé að deyja? Það kemur eins og af sjálfu sér á bls.
31. Veit Stebbi meira en að mamma hans hefur lengi verið mikið veik „og
er víst með krabbamein"?
Bls. 9: standa spítaladyr „alltaf opnar“? Ég held að manneskjan sé í næsta
rúmi.
Bls. 10: Nei, mamma er ekki geðveik. En skáldsagnagerðin ÓG s.f. brúk-
ar geðveikina til að koma sér undan því að gera mömmu alminleg skil.
Bls. 14—15: ath. uppsetningu samtala í sögunni, aðgreind frá og/eða felld
inn í meginmál frásagnar?
NB: þessi kafli er með þeim lengri í sögunni. Sjá nánar á eftir.
4. kafli, bls. 23: Ég er næstum farinn að halda að hrákasenan ætti að fá að
vera kyrr. Hún er auðvitað alveg á grensunni. En þetta verður að vera
verulega ógeðslegt. Getur skeð að strákhelvítið pissi á krónuna?
6. kafli er líka langur.
Bls. 32: spurning um líkams og sálarfræði: I svona kringumstæðum pissa
börn oft á sig. En kúka þau?
Bls. 33: þarf Stebbi að skipta um skóla? Er ekki nóg að Bubbi feiti komi í
bekkinn. Mergurinn málsins er að vandræði Stebba eru öll innra með
sjálfum honum.
Bls. 35: er ekki þessi strákur óþarfur í rúminu hjá Helgu?
Bls. 38: setningin „En það var . . .“ óþörf?
7. kafli: er hann lengstur í bókinni?
Bls. 45, 47—9: hjólgraða kerlingin ætti að fara út aftur. Hún spillir fyrir
því sem máli skiptir: kattardrápi, nauðgun Helgu, senu í sjoppunni.
Aftur á móti eru Bubbi feiti og Biggi bróðir nokkuð góðir. Mætti
kannski vinna ögn meir úr baksi Stebba við stelpur, sbr. bls. 47?
Bls. 47: er karlinn virkilega að naga lauk í strætó?
228