Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
lags, trú á mikilvægi jarðnesks hversdagslífs, meðvitund um sögulega fram-
vindu hafa verið nefnd meðal annars. Það er satt og rétt, en því er við að
bæta að raunsæisform Balzacs varð til í hörðum árekstri frásagnarlistar og
gildismats, í hrifningu textans af því sem sögumaður fordæmir. Raunsæið er
óhugsandi án siðgæðisvitundar sögumanns, en formið gat aldrei orðið
miðill einhlíts boðskapar, hvað sem ætlunarverki höfundar leið. Og kannski
var það þetta sem brást í nýraunsæi síðasta áratugar: í stað þess að láta
formið lifna í togstreitu frásagnarlistar og gildismats, varð það síðarnefnda
yfirgnæfandi, höfundar voru ekki nógu miklir „sjáendur", leyfðu sér of
sjaldan að heillast af því sem þeir fordæmdu. Nýraunsæið skorti ekki
ímyndunarafl, heldur raunsæi.
Lesendur nútímans hljóta hins vegar enn að heillast af árekstri frásagnar-
þrár og heimssýnar hjá Balzac, rétt eins og lesendur blaðagreina Luciens
voru agndofa yfir ,árekstri orðanna, þar sem glamrið í atviks- og lýsing-
arorðum grípur athyglina'. Og framvinda sögunnar verður hryllileg og glað-
leg um stund, uns nýtt form hefur hamið eyðingarmátt viljans.
Aftanmál
1. Skrifað 1821, tilvitnun eftir formála Gaétan Picon að bók Balzac: Illusions
perdues, collection folio 1972, bls. 13, og eru tilvitnanir sóttar í þá útgáfu.
2. Greinin er skrifuð 1935, hér er notuð dönsk útgáfa í Lukács: Kunst og
kapitalisme, Kaupmannahöfn 1971, bls. 127.
3. Sbr. Wolfgang Fietkau: Schwanengesang auf 1848, Hamborg 1978, bls. 295.
4. Skv. Pierre Barbéris: Le monde de Balzac, Paris 1973, bls. 221.
5. Sjá nánar R. Warning: ,Chaos und Kosmos. Kontingenzbewáltigung in der
Comédie humaine' í Gumbrecht, Stierle, Warning (útg.): Honoré de Balzac,
Múnchen 1980, bls. 15.
6. Sbr. Roland Barthes: S/Z, Paris 1970, bls. 190.
7. Jan Myrdal: ,Til frágan om „Realismens triumf‘“, Ord & bild 8/1974.
8. T. W. Adorno: ,Balzac-Lektúre‘, í Noten zur Literatur, Frankfurt 1981, s. 151.
9. Sama rit, bls. 146.
10. Le monde de Balzac, bls. 24.
11. Noten zur Literatur, bls. 146.
12. Tilv. eftir Schwanengesang auf 1848, bls. 300.
13. Skv. Arnold Hauser: The social history of art, bd. 4, New York (án ártals), s. 52.
14. Skv. Le monde de Balzac. bls. 119.
15. Noten zur Literatur, bls. 148.
16. Sjá Le monde de Balzac, bls. 13.
17. Sjá nánar Fredric Jameson: The Political Unconscious, New York 1981, bls. 184.
Greinin var flutt í afmælisfyrirlestraröð Mímis 4. apríl s.l.
200