Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 129
Aleiðis áveðurs þykir mér síðri bók en næstu tvær á undan. Það er eins og vanti í hana spennuna sem er áberandi í fyrri bókunum, mörg Ijóðin eru svolítið þreytuleg og nöldursleg. Það er ansi mikill nöturleiki í þessari bók, en hann nær ekki almennilega tökum á manni. Þó má nefna til dæmis tvö ágætlega heppnuð ljóð, sem bæði vísa til útlanda, draumur í próvinsu (s. 27) og leiði (s. 33). Einnig kitlar mann hæðnin í ljóðinu flug (s. 30) og glaðhlakkalegur gáskinn andspænis nöturleikanum í pólverjabrag (s. 26). En besta ljóð bókarinnar þykir mér tvímælalaust meturrölt (s. 23) þar sem fer saman utangarðskennd og ein- hver hlýja og skemmtilegar súrrealískar myndir. Þótt ekkert annað væri í bók- inni réttlætti þetta litla ljóð útkomu hennar. Þótt Geirlaugi hafi stundum verið mislagðar hendur er það sjaldnar en ekki og í heild er skáldverk hans sérstætt og merkilegt og vert miklu meiri athygli en það hefur fengið. Einar Ólafsson ÞÚ ERTSAKLAUSí DAG Jón Oskar: Konur fyrir rétti Reykjavík, AB, 1987, 263 bls. Jóni Óskari er annt um frelsið. „Allir leita að frelsi" segir hann í ljóðabókinni Nteturferð frá 1982. Hann er andvígur valdi og ofbeldi, honum þykir vænt um þá sem eiga bágt. Hann hatar kúgun. Þess gætir í fyrstu bók hans, smásagna- safninu Mitt andlit og þitt frá 1952, og Umsagnir um btekur þess gætir enn. I ævisögu Sölva Helga- sonar frá 1984 svellur honum víða móð- ur: „Frelsi, frelsi, það er lykillinn að sögu okkar: maður sem berst fyrir frelsi til að ferðast, frelsi til að hugsa, frelsi til að tigna fegurðina" (bls. 97). Saga Sölva er saga kúgunar á manni sem stal bókum og falsaði vegabréf til að vera frjáls. Mál þeirra kvenna sem Jón Óskar rakst á í dómabókum við eftirgrennslan um Sölva fela líka í sér sögur um fjötra. Þar eru konur sem frömdu glæp svo þær fengju að vera í friði fyrir áreitni manna og þarmeð eins frjálsar og þær gátu orð- ið, allslausar í miskunnarlausu þjóðfé- lagi. Jón heldur sig því á sömu slóðum og er það vel. Ekki veitir af að einhverjir séu að. Bókin Konur fyrir rétti geymir frá- sagnir af átta dómsmálum úr átta sýslum á árabilinu 1820 til 1860. Tvær sögur eru um konur sem stela eða hilma yfir með þjófi, ekki sérlega merkar. Hinar varða fæðingar á laun, dulsmál. Ein kona þótt- ist ólétt af bróður sínum. Önnur fæddi alein en geymdi lík barnsins og lést fæða nokkru síðar. Fjórar leyndu því að þær væru með þunga, fæddu í einrúmi og ætluðu að engir myndu vita. I þessum frásögnum kemur skáldið upp í Jóni endrum og sinnum. Sjálfur hefur hann velt þeim vanda fyrir sér og segir að ekki sé „verið að reyna að búa til skáldskap”, heldur ætli hann að „reyna að gæða sögurnar því lífi að sann- leikurinn komi fram á þann hátt sem hann blasir við mér í heimildum" (bls. 11). Engu að síður freista hans stundum skáldleg tilþrif. Hann talar um „einn frostkaldan dag“ (30), „blóðbletti á svelli" (55), „þrúgandi bið“ (84) og nyrstu slóðir „þar sem bylgjur Norður- Ishafsins brotna á ströndinni og hafísinn verður landfastur í hafísárum og ísbirnir 255
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.