Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar samanlagður kraftur ljóðaflokksins eykst og magnast með hverri sonnettu, svo með ólíkindum má telja. Bæði Michael Longley (f. 1939) og Derek Mahon (f. 1941) yrkja ljóð af vandfýsinni skarpskyggni. Ljóðlist Longleys er loksins viðurkennd fyrir óvenjulega meitlaða málbeitingu og djúpan skilning á samtengjandi hlut- verki listsköpunar. Irland, fortíð þess og samtíð eru hvarvetna í ljóðum hans, þó tilvísanir séu klassískar og ljóðformin hneigist til dular og hnitmið- unar. Ljóðrænn glæsibragur er á öllu sem hann yrkir, og Ijóðin sem fjalla um missi og ástir sneiða hjá fallgryfjum væminna játninga með sama vandfýsna listræna fálæti. Verk Dereks Mahons hafa vaxið að gæðum og mikilvægi með látlausum straumi ljóðabóka sem leiða í ljós sama listfengi og hjá Longley, Montague og Murphy. Heimsborgaraleg viðhorf Mahons, fáguð málbeiting, tilfinning fyrir rími og klassískum formum, allt ljær þetta styrk og skerpu hinni kaldhæðnu heimssýn hans. Hún litast líka af djúpri angurværð sem birtist í tragískum undirtónum vegna vitfirringarinnar í Belfast sem litar öll hans verk, einnig þau sem samin voru í sjálfvalinni útlegð í Lundúnum og Bandaríkjunum. Bæði Longley og Mahon hafa náð valdi á hinni nauðsyn- legu listrænu fjarlægð í verkum sínum, þó þau séu eftir sem áður persónu- leg, auðþekkjanleg og íhlutunarsöm. Patrick Kavanagh talaði um tíuþúsund manna fastaher skálda á írlandi, og vissulega má segja að hópur efnilegra skálda gæti fyllt heilan íþróttaleik- vang, skálda sem birta ljóð í tímaritum, gefa út þunn ljóðakver og dekra stundum við blaðamennsku fánýtis og hégóma. Þessi skáld fylla markað sem er þröngur, auðblekktur, ruglaður, forviða! Eiaðsíður er álitlegur hópur mikilvægra ljóðskálda að yrkja á Irlandi, auk þeirra sem þegar hefur verið getið, og mun ég víkja að nokkrum hinum bestu. Raunar er heil ný kynslóð komin til sögunnar og vekur bjartar vonir með verkum sem eru heil og samfelld, ekki bara tækifærisljóð í tímaritum, verkum sem eru knúin fram af þörf til að semja og samtengja fremur en þörf til að fá eitthvað birt eftir sig. Pearse Hutchinson (f. 1928) hefur skilað dágóðu dagsverki, sem sprottið er af ást hans á gelísku málfari og menningu. Hann er ásamt Conleth Ellis (f. 1937) eitt örfárra skálda sem yrkja vel jafnt á írsku sem ensku. Ljóð Hutchinsons snúast einkum um frelsi og undirokun í víðasta skilningi og ráðast gegn „framfaraöflum" sem eru reiðubúin að farga tungum minni- hlutahópa, náttúrlegum vexti og framleiðslu, mannlegu frelsi. Rödd hans er sérstök og auðþekkt, hrynjandin innfædd með rætur í gelískum söngvum, formið frjálslegt með rætur í evrópskri ljóðlist. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.