Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 71
Af rotnun leggur himneska angan sem hann hefur misst elskuna sína, aleiguna og hrint frá sér tryggustu vinum sínum, en hann er gripinn söknuði eftir borginni: „Stundum leggur írá óheilnæmu umhverfi eða stöðum þar sem menn hafa þjáðst átakanlegast þef sem minnir á himneska angan.“ (bls. 594) I frásögninni geta fjárplógsmennirnir rofið skörð í þá múra, sem höfund- urinn er annars sífellt að minna lesendur sína á. Og textinn sjálfur verður hvergi hástemmdari en þegar lýst er þeim vafasömu stöðum þar sem pening- arnir drottna yfir umhverfinu. Þannig þrífst frásögnin á upplausn, sem gengur þvert á gildismat sögumanns og manngildishugsjón. Fjármagnið knýr söguna áfram, því eru allir vegir færir, það spillir öllum sem nálægt því koma. Hvað sem líður siðferðilegum áminningum sögumanns til lesenda sæta okrararnir og fjárplógsmennirnir aldrei refsingu fyrir sitt siðlausa framferði. Oreiðan sem þeir skapa alls staðar hefur þvert á móti á sér skáld- lega hrífandi blæ, af rotnuninni leggur himneska angan. Raunsœi Balzacs Balzac hefur jafnan verið hælt fyrir sögulega glöggskyggni: Hann hafi sýnt með skýrum hætti hvernig aðallinn missti forystuhlutverk sitt og borgara- stéttin tók við því. Jafnframt er ljóst að hann var gagnrýninn á kapítalism- ann, ekki síst á áhrif hans á sviði bókmennta og blaðamennsku. I þeirri gagnrýni hans birtist bilið sem myndaðist milli rithöfunda og borgarastétta: á tímum Júlí-konungdæmisins, þegar völdin voru hjá „hlutafélagi um arðrán franska þjóðarauðsins, en hlutabréf þess skiptust milli ráðherra, þings, 240 CCO kjósenda og fylgifiska þeirra“, einsog Marx komst að orði.12 Og vegna þess að Balzac reyndi að skrá þennan gang sögunnar blekkinga- laust sökuðu blöð samtímans hann einatt um að vera konungdæminu verri stuðningsmaður en enginn, vera í raun að hefna sín á samfélaginu.13 Nú ber skipan samfélagsins í Brostnum vonum sterkan keim af íhaldssamri hug- myndafræði, einsog hér hefur verið reynt að sýna, svo líklega er það ,sið- leysi' frásagnarinnar, hvernig textinn veltir sér upp úr því sem í orði kveðnu er fordæmt, sem hefur hrellt þessa lesendur. En hvernig skilgreindi Balzac sjálfur raunsæi sitt? I fyrsta lagi virðist hann hafa álitið vísindalega athugun mikilvægan þátt þess. Hann leit á verk sín sem rannsóknir á siðvenjum mismunandi samfélagshópa, og í formála að Brostnum vonum bendir hann á dýrafræði sem hhðstæðu. I þessu efni var Balzac mótaður af náttúrufræði 18. aldar, þar sem lykilatriðið var að flokka náttúrufyrirbærin og gefa þeim nafn. Hliðstæða viðleitni er víða að finna hjá Balzac. En það þýðir líka að hann leit á borgarlifið sem nýja náttúru, sem gat af sér nýjar dýrategundir. Þannig segir hann um okurlánarann Samanor 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.