Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 118
Tímarit Máls og menningar expressionisku verk, svo sem Dýrlinga, Litla duggu eða Alfakirkjuna, sem Jónas frá Hriflu kallaði þá þegar „þverhandar- stefnuna" í málverki Kjarvals, það þegar hann „flýr“ austur á Borgarfjörð að teikna austfirzku andlitin og lendir í sár- ustu sálarkreppu um list sína, Parísar- sumarið, kúbisminn, — allt þetta mikla umrót hugans, þegar þessi stórbrotni listamaður á evrópskan mælikvarða síns tíma stendur frammi fyrir aldeilis skiln- ingssljórri þjóð. Ekki er einasta, að Ind- riði nefni enga mynd þessa tímabils, sem er þó stórbrotnasta skeiðið á fyrra ævi- helmingi meistarans, heldur er varla lonkubyr í frásögninni. Jafnvel skopskynið sýnist með öllu bilast. Þegar hann segir frá jafn kald- hæðnu og grátbroslegu atviki sem því — efnislega í bezta stíl Darios Fo —, þegar haldin er veizla í ráðherrabústaðnum, „eingöngu með herrum", til þess að reyna að troða stórriddarakrossi upp á Kjarval áttræðan. Ráðherrar fara með Kjarval upp í hornherbergi og mennta- málaráðherra „með orðuna í kassa", en hann bregzt hinn reiðasti við, kallar allt þeirra ráð einberan hégómaskap og strunsar út úr veizlunni. Gestum er matreidd sú saga að meistari Kjarval hafi orðið veikur, en öllum er skítsama og halda áfram, með orðuna í kassanum, við sinn glaum. Á þessum tíma vinnur þjóðmálari Islendinga í blikksmiðju, þar sem hávaðinn er ærandi á daginn, en slökkt á hitanum á kvöldin, svo lista- maðurinn getur vart sofið fyrir kulda, öldungur á níræðisaldri. Og upp í þessa blikksmiðju steðjar sjálfur menntamála- ráðherra Islands gang eftir gang til þess að koma medaljíunni á saklausan mann- inn. Þetta er slík yfirtakanleg dæmisaga um listasnobbið, um andstæður anda og yfirborðs, að seint mun gleymast í ann- álum. En Indriði G. Þorsteinsson sér ekkert skoplegt við þetta, ekkert kald- hæðið, heldur segir frá með góðviljuðu hlutleysi blaðamanns, sem er þó fremur á bandi orðunnar en Kjarvals. Hér hefði snörpum penna gefizt ærið færi á að skapa tímamynd þess sérkennilega til- stands sem löngum var í kringum Kjarval. Villur og ónákvœmni Hjá því sem mér þykir á skorta í slíku stórverki um Jóhannes Kjarval, list hans og hugarlíf, eru villur smámunir einir og geta mætustu höfunda hent. Sumar stafa þó af þekkingarskorti höfundar um list- ir, svo sem það að telja list Thorvaldsens til „endurreisnarstefnu" (I, 139) í stað hinnar ný-klassisku, sem er allt annað; að kalla „litógrafíur" „litablöð" (I, 127), sem er þó einlita steinprent; að tala um að „mála“ með krít (I, 129), en um annað fer hann rangt með merk atriði í sögu Kjarvals, svo sem að fyrsta bókin sem hann myndskreytti „kom fyrir jólin 1923“ (I, 173), en kannast ekki við myndskreytingu hans á Englabörnum Sigurbjarnar Sveinssonar frá 1910; að 18 ár hafi liðið „frá síðustu listaverkaútgáfu á myndverkum eftir Kjarval" þegar bókin um hann kom út hjá Máli og menningu 1938, þ. e. að ekkert hafi birzt milli 1920 og 1938 (II, 33). Einhver bezta myndprentunin á verkum Kjarvals var mappan með andlitsmyndunum 10 sem kom út rétt fyrir fimmtugsafmæli hans, 1935, svo að ekki voru liðin 18 ár, heldur 3. Aðrar villur eru smávægilegar, svo sem að Jón Leifs hafi starfað að sýning- unni í Menntaskólanum 1935; á að vera Jón Kaldal; að Nordalsíshús hafi staðið við Tjörnina; það stóð í Siemsensporti milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. 244
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.