Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 69
Af rotnun leggur himneska angan kjánalegir af því þeir skilja ekki hinstu rök fjármagnsins. Og nú blasir þverstæðan við okkur í nýrri mynd: Það er ekki tillitslaus metnaðurinn sem verður Lucien að falli, einsog halda mætti sé litið á yfirlýstan boðskap verksins, heldur féleysi hans. Skáldskapur peninganna Rétt einsog ljóðskáld tímabilsins tíndi sagnaskáld þess blóm hins illa — á staðnum sem merktur er „dýki auðvaldsins“ á hinu sósíalíska landabréfi. Adomo9 Skáldskapur skiptir miklu í verkinu: David og Lucien dreymir báða um að verða skáld, og sá síðarnefndi heyr lengi vonlausa baráttu fyrir útgáfu ljóða sinna. Hafa má í huga að franska ljóðlistin hafði á þessum tíma á sér svip afturhvarfs, andstöðu við hugmyndafræði stjórnarbyltingarinnar miklu. Pierre Barbéris bendir á að „I myndlist og ljóðlist hafði byltingin verið þunglamaleg, akademísk og skrúðmálg. Hin sanna ljóðlist hlaut að verða vopn fórnarlambanna og útlaganna.“10 En það þýðir líka að ljóðlistin var bókmenntaform hins sögulega ósigurs, og einmitt þess vegna gat hún ekki fullnægt Lucien til lengdar, jafn upptekinn og hann var af henni í fyrstu. Þess ber að gæta að raunsæi Balzacs svipar til kvikmyndanna á upphafsárum sínum í því að hann er óhræddur við að láta útlit samsvara skapgerð. Þannig segir hann um hið unga skáld að Lucien hafi verið kvenlegur í fegurð sinni, heldrimannslegur í fasi og ,brennandi melankólskur í anda‘ (bls. 51) — lýs- ing máttvana skálds sem lítils má sín andspænis gangi sögunnar. Slíkur maður er auðvitað aufúsugestur í teboðum Angouléme-aðalsins, enda sameinast Lucien og frú de Bargeton í dýrkun ljóðlistarinnar, eins konar „ást án elskhuga", einsog Balzac orðar það (bls. 65). En smám saman áttar Lucien sig á því að skáldskapurinn er honum ekki eins hugleikinn og hann vonar, hið skáldlega í honum sjálfum, hæfileikinn til að láta heillast og hrífast, beinist æ meir að veraldlegri hlutum. Eftir að hann er kominn út úr apótekinu er vakinn með honum sá sultur sem seint tekst að seðja. Hefur þá skáldskapurinn ekki bara þokað fyrir þjóðfélagslegum metnaði? Ekki alveg, því metnaður Luciens er aldrei kaldur og útreiknaður, hann hefur ávallt yfir sér eitthvað af þessum ástríðufulla, óröklega anda skáldskaparins. Sagt er um hófstillta ást Davids og Evu að andspænis ástríðu Luciens sé hún eins og „sóleyjar og fíflar andspænis undraverðum blómum skrautbeðanna" (bls. 88). Og hvergi getur að líta fegurri blómagarða en í stórborginni, hvergi hrífst Lucien jafn mikið af umhverfi sínu og í spillingariðunni miðri. Sögumaður hrífst með honum. Því hvað sem líður siðferðilegum fordæm- 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.