Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 22
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON getur hvergi nálgast samhangandi nútímalistasögu okkar af sjálfdáðum, hvorki í riti, söfnum né á myndsnældum. íslenskur almenningur getur heldur ekki vænst þess að finna haldbæra samantekt á innlendri eða alþjóðlegri nútímalist í dagblöðum. Hversu vel sem menn fylgjast með dagblaðaskrifum frá degi til dags eru þeir litlu nær um samfellda þróun íslenskrar og erlendrar myndlistar enda er það trauðla í verkahring slíkra miðla að kynna til hlítar svo sértækan vettvang. Dagblöð geta til dæmis ekki leyft sér að birta lærðar greinar þar sem farið er ofan í kjölinn á einangruðu álitamáli sem varðar listir líðandi stundar eða ákveðið tímaskeið í listasögunni. Þau eru dæmd til að taka tillit til síns almenna lesanda og skipa þörfum hans ofar en þörfum sérfræðinga eða sérfróðra áhugamanna. Það má því fullyrða að þörfin fyrir dýpri umræðu um myndlist almennt hafi víkkað upprunalega hugmynd Rasmussens um séríslenska myndlistarráðstefnu og beinlínis kynt undir þeim metnaði að ráðstefnan í Norræna húsinu yrði ráðstefna urn stöðu alþjóðlegrar samtímalistar. Eftir langan og strangan undirbúning undir dyggri handleiðslu Sigþrúðar Gunnardóttur, sérlega ráðnum ritara ráðstefnunnar, tókst að bjóða fimm erlendum gestum sem beinum þáttakendum til ráðstefnunnar sem hlotið hafði hina gagnmerku yfirskrift „Art Criticism Today“.3 Það voru svissneski listfræðingurinn og gagnrýnandinn Paolo Bianchi; Else Marie Bukdahl, forseti Konunglegu listakademíunnar í Kaupmannahöfn, mikilvirkur list- fræðingur og gagnrýnandi; finnski listfræðingurinn og gagnrýnandinn Liisa Lindgren; hollenski sýningastjórinn Harm Lux; og Annelie Pohlen, for- stöðumaður Kunstverein í Bonn, Þýskalandi. Listsýningar sem næturklúbbar eðafjölleikahús Strax á öðrum degi ráðstefnunnar blönduðu tveir þessara erlendu gesta sér í umræðuna, en yfirskriftin þann daginn var „Gagnrýni, list og fjölmiðlar“. Sýningastjórinn oggagnrýnandinn Harm Lux—stjórnandi sýningasalarins Shed im Eisenwerk í Frauenfeld, norðaustur af Zurich — hélt erindi um morguninn sem hann kallaði Towards an Autopoetic World: What Kind of Conditions Does a Curator Need to Develop? eða „Til sjálfsprottins4 heims: Hvers þarfnast sýningastjóri til að þróast?“. Þar setti Lux fram þá skoðun að tími hugmyndafræðinnar væri liðinn og eftir stæði sýningastjórinn í þjóð- félagi sem væri yfirfullt af upplýsingum en að sanra skapi rúið útópískri framtíðarsýn. í því sambandi varpaði hann fram þeirri fjórliða spurningu: 1) Hver eru rökin sem hvetja okkur til dáða? 2) Á hverju höfum við trú í skrifum okkar? 3) Hvaðan fáum við upplýsingarnar? 4) Hvaða ástæður höfum við til að skapa listaverk, skrifa gagnrýni eða búa til listsýningu? 12 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.