Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 25
MIÐJAN OG JAÐARINN kvöldin í neðanjarðarklúbbnum Fields í Ziirich og stóð fram á miðjar nætur í heilar fimm vikur.5 Þar ægði saman á fimmta tug listamanna frá fjölmörg- um þjóðlöndum — m.a. Svíþjóð og Danmörku — sem tjáðu sig með öllum hugsanlegum brögðum, myndböndum á skermi, lúðrablæstri, fatavíxli, tarotspádómum, innanhússmíði, leikhúshvísli, gróðurhúsarækt og gervi- trjám. Þótt viðbrögð áheyrenda við fyrirlestri Harms Lux væru vægast sagt misjöfn fer ekki milli mála að nýstárleg sýningargerð hans sver sig i ætt við þá lýðræðislegu og fjölþjóðlegu bylgju sem leitast við að jafna misleita stöðu listamanna og gefur jaðarsvæðum heimsins aukið vægi á kostnað svokall- aðra menningarmiðstöðva og heimsborga.6 Er margmiðlunin vitundaiyaltari eða andlegt lyftiduft? Síðdegis á föstudag stóð Else Marie Bukdahl, forseti Konunglegu listakadem- íunnar í Kaupmannahöfn, í pontu og fjallaði um áhrif hinna nýju upplýs- ingarmiðla á menningu og listir í fýrirlestri sem kallaðist The New Demands on Art and Art Criticism in the Information Age— „Nýjar kröfur í listum og listrýni á tímum upplýsingamiðlunar“. Bukdahl vakti fyrst máls á þeim væntingum sem bundnar væru við hina töfrum líku rafmiðlunartækni. Ekki þyrfti framtíðarfræðing til að spá fyrir um áhrif tölvumyndgerðar og sýnd- arraunsæis á listir komandi tíma.7 Raunar væru viðbrögð samtímalistarinn- ar skýr: Óttist eigi birtingu drauma ykkar á tölvuskjánum. Undirbúum okkur undir ferðalag inn í sýndarrými hugans. Hitt vildi gleymast of oft að sýndarveruleikinn á netinu væri erkidæmi flókins ferlis þar sem ásýnd væri annað en raunveruleiki. Sýndarveruleiki hinnar nýju margmiðlunar ætti sér ekki stoð í veruleikanum og tilbúningur hennar væri sköpun án ytri forsendu. I fyrsta skipti í sögunni væri myndgerð komin út fyrir öll raunveruleg mörk þar sem hún lyti ekki lengur lögmálum áþreifanlegrar fyrirmyndar. Sá sem gefur sig á vald ferðalagi um völundarhús sýndarveruleikans hafnar bak við merkið, handan hugans og hlutveruleik- ans. En hann kemst aldrei út fýrir kerfið heldur flækist sífellt dýpra í nýjum samsetningum og tilbrigðum. Hvað varðar sjálfa listina þá er sköpun í tölvu allt öðruvísi en glíma við áþreifanlegan efnivið. Á meðan listamaðurinn mótar efnið verður sífellt til ný hugsun sem skiptir ímyndunarafl hans miklu máli. Hver formbreyting getur af sér óvænta sýn sem listamaðurinn verður að taka tillit til þar eð hann var ekki valdur að upphaflegu hráefni til listgerðarinnar. Á tölvuskjánum verður öll sköpun hins vegar í ætt við myndskreytingu. Þar er ekkert hráefni til nema það sem listamaðurinn skapar sjálfur. Því snýst sköpunarferlið um það eitt að velja eina samsetningu TMM 1997:1 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.