Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 44
Aðalsteinn Ingólfsson Eitt letters bréf til ú tkj álkakrí tíkers Kæri vinur! Mikið gladdist ég við að heyra því fleygt að þér hefði verið boðin staða myndlistargagnrýnanda á Reykjavíkurtíðindum frá og með næstu mánaðarmótum. Þá færðu loksins tækifæri til að láta til þín taka í íslensku menningarlífi. Vonandi tekst þér að blása nýju lífi í myndlistargagnrýni á landinu, auka hana að gæðum og djúpri visku. Víst er að þörfin fyrir gagnrýni af því tæi verður æ brýnni með hverjum deginum sem líður. Það þarf varla að segja þér hvernig ástandið er akkúrat nú. Þú færð sjálfsagt smjörþefinn af því með því að fletta upp á internetinu. Hér eru tveir um hitu gagnrýninnar, roskinn og þreyttur myndlistarmaður sem stjórnast mestmegnis af tilviljunarkenndri illgirni þess sem búinn er að missa af lestinni og menningarfíkin blaðakona, illa haldin af misskildum femínisma, sem gefur myndlistinni stjörnur eftir því hvernig henni líður í leginu. Ég hef alltaf vitað að þú værir hugsjónamaður, en það var ekki fýrr en við hittumst í Haparanda í Svíþjóð, á ráðstefnu um „Menningarlegan vanda jaðarsvæða“ síðstliðið vor, að ég fann fyrir óþreyju þinni, löngun til að taka til höndunum. Við höfum kannski ekki alltafverið á sama máli (éghefvísast ekki verið nógu afgerandi fyrir þig ...), en þarna á ráðstefnunni vorum við alltént samstíga, ekki síst vegna þess að hvorugur okkar skildi hvers vegna menn voru að setja samasemmerki milli jaðarsvæða og „menningarlegs vanda“. Þess vegna þögðum við þunnu hljóði meðan umræðan fór fram, drukkum sænskt bjórlíki og góndum girndaraugum á Cicciolínu, fyrrver- andi Rúmena, fjöllistakonu, þingkonu og eiginkonu, sem boðið hafði verið til ráðstefnunnar til að halda erindi sem nefndist „Traduta, abbandonata — vandi jaðarkvenna“. Ég sá að þér mislíkaði þegar ég í hálfkæringi talaði um okkur „útkjálka- krítíkera“. Ástæðan fyrir því að við þögðum í Haparanda var ekki bara sú að við værum ósáttir við skilgreiningu ráðstefnunnar á „jaðarmenningu", held- ur vorum við sannfærðir um það í hjarta okkar að sem Islendingar værum við hreint ekki hluti af neinum „jaðri“, heldur í sjálfum miðpunkti heims- 34 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.