Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 47
EITT LETTERS BRÉF TIL ÚTKJÁLKAKRÍTÍKERS aðkomandi voga sér að gera tilkall til þeirra valda og áhrifa sem hinir útvöldu hafa komist yfir, en þá er öllum brögðum beitt til að bola viðkomandi til hliðar. Sama er uppi á tengingnum heima á íslandi þegar einhverjir voga sér að véfengja dómgreind útvaldra. Ég minni á einn þaulsætinn kollega okkar á Helgarblaðinu sem hafði fyrir sið að kæfa í fæðingu allar utanaðkomandi aðfínnslur með hofmóðugum heilsíðugreinum eða opnuviðtölum við sjálf- an sig. í Sao Paolo er hins vegar ekki um að ræða neina samkeppni milli útvaldra í hinum ýmsu listgreinum, og það á einnig við um dvergríkið okkar. Þvert á móti eru hinir útvöldu í ýmsum greinum, leikhúsmenn, rithöfundar og myndlistarmenn, ósparir á vinahótin þegar þeir hittast á ráðstefnum og þingum. Það er eðli útvaldra að verja meint áhrifasvæði sín til síðasta blóðdropa en einnig að taka virkan þátt í þeim samskiptadansi dvergríkis sem Levi-Strauss kallar „félagslegan menúett“. Þú verður sem sagt að gera þér grein fyrir því að þú ert á hraðri leið inn á menningarvettvang — eða jarðsprengjusvæði — þar sem krökkt er af hornóttum oflátungum sem undir niðri þjást af þrálátri minnimáttarkennd. Ég er nefnilega sannfærður um að einhvers staðar innst við hjartarætur eru flestir þeirra sér meðvitaðir um eðli þess sjónarspils sem þeir eru þátttak- endur í. En eins og nærri má geta er þeim meinilla við allt sem heitir opinber gagnrýni. Þú verður því að vera bæði aðsjáll og klókur, ætlir þú að komast klakklaust yfir jarðsprengjusvæðið. Ég sé í anda ungæðislegt andlit þitt þegar þú lest þessi orð; sé hvernig vorkunnsemin breytist í forundran og bræði, og ég er viss um að þú segir við sjálfan þig samanbitnum tönnum: Hvað hefst upp úr aðsjálni, af hverju ætti ég ekki að ráðast til atlögu og sprengja þessa klíkustarfsemi í tætlur? Ef þú ert ekki haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt skaltu doka við og hlusta á það sem ég hef að segja. Þú færð auðvitað þína hveitibrauðsdaga í gagnrýninni, og þann tíma nota kollegar þínir og hinir útvöldu til að taka út það sem þú lætur frá þér fara. Ef engin hætta stafar af skrifunum, leiða flestir þau hjá sér, þótt alltaf verði einhverjir til að sleikja sig upp við þig í von um gott veður og auglýsingu. En skynji menn einhverja ögrun eða ógn í skrifunum, ég tala nú ekki um ef þú byrjar á því að draga í efa dómgreind einhvers hinna útvöldu, gagnrýna menningarstefnu yfirvalda eða gera gys að sýndarmennsku og oflátungs- hætti annarra áhrifamanna í menningargeiranum, fer fljótt að hitna undir þér. Þar sem þú ert ungur og búinn að vera lengi í útlöndum, er hætt við að þér sjáist yfir margþætt fjölskyldutengslin í menningargeiranum — í dverg- ríkinu okkar er fjölskyldan flestu öðru mikilvægara — og þar af leiðandi hefur öll neikvæð gagnrýni keðjuverkandi áhrif. Þú veist því aldrei hvaða TMM 1997:1 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.