Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 48
AÐALSTEINN ÍNGÓLFSSON pótentáta þú ert að móðga, beint eða óbeint. Þú úthúðar vatnslitamyndum sem frænka einhvers hefur málað, afskrifar tréskurðarmyndir sem frændi einhvers annars er að dunda við að tálga í ellinni og — verst af öllu — hendir gaman að leirmununum sem eiginkona áhrifamanns er að burðast við að sýna. Eitthvað verða menn að taka til bragðs. Fyrst í stað munu hinir útvöldu beita vopni sem er bæði lúmskt og áhrifaríkt, nefnilega kumpánlegheitum. í litlu menningarsamfélagi hittast allir sem máli skipta við öll tækifæri sem máli skipta. Við þau tækifæri setja menn sig ekki úr færi að heilsa upp á nýjan „talent“ og hafa uppi kurteisishjal. í kjölfarið senda þeir nýjustu bækurnar sínar og sýningarskrárnar heim til þín með hjartnæmum tileinkunum, bjóða þér í teiti eða upp á vinnustofu, þar sem þeir gauka kannski að þér sjaldgæfri skruddu eða áritaðri grafík- mynd, þannig að þér sé fullljóst hvar hagsmunir þínir liggja. Eftir svoleiðis vinahót og trakteringar þurfa gagnrýnendur auðvitað að vera í meira lagi forhertir til að senda frá sér neikvæða umsögn um einhverja menningarveru sem þeir eru nýbúnir að hitta, veru sem er kannski yfirlýstur aðdáandi þeirra og er í ofanálag ljóshærð, íðilfögur og af góðum ættum. En ef þú ert prinsípmaður, það er fullkomlega forhertur, þá fer ekki hjá því að spurningar um hæfni þína og meinta skapbresti vakni æ oftar alls staðar þar sem útvaldir koma saman. Nú er kommúnisminn fyrir bí svo ekki dugar að kalla þig laumukomma. Fólk á fertugsaldri veit ekki einu sinni hvað það þýðir. Á endanum koma menn sér saman um að þú sért fyrst og fremst „ómerkilegur“, sem getur þýtt allt mögulegt, til dæmis að þú sért ótíndur ruddi, að þú sért heiftrækinn ( „Var ekki alltaf gengið framhjá pabba hans við stöðuveitingar í Árnastofnun hér í gamla daga?“) eða að þú sækir samkomur hjá heilara við Síðumúla. Smám saman fer að fjara undan þér. Ráðuneytin og sendiráðin hætta að senda þér boð til síðdegisdrykkju á tyllidögum, menntamálaráðherra skondrar þvert yfir götu þegar þið mætist til að þurfa ekki að taka undir kveðju þína, gamla Gufan hættir að hóa á þig í viðtöl um allt og ekkert og umsókn þinni um styrk til að skreppa á aðra ráðstefnu í Haparanda um nýja norræna menningarkreppu er vísað frá. Loks kemur að því, segjum ári eftir að þú byrjaðir að skrifa fyrir Reykjavíkurtíðindi, að ritstjórinn tekur þig á eintal og segir þér að því miður neyðist hann til að segja þér upp, það sé svo hart í ári, auglýsingamarkaðurinn hafi dregist saman og svo fram effir götunum. Þá rennur allt í einu upp fyrir þér hvað þeir eru sláandi líkir, ritstjórinn og frændi hans sem er alltaf að mála blómamyndir og selja dýrum dómum. Á endanum snúa allir við þér baki, nema kannski menntaskólarnir sem eru alltaf á höttum eftir listasögukennurum. Ég efast um að þú fáir nokkurs 38 TMM 1997:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.