Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 60
Lakis Proguidis
Smiðja skáldsögunnar
sem fagurfræðileg hugmynd
Fyrir þremur árum, haustið 1993, var tímarit sem eingöngu er helgað
skáldsögunni stofnað í París að mínu frumkvæði og með hjálp Yves
Hersants kennara við Ecole des Hautes Études en Sciences Sociales.
Titillinn: L’Atelier du rotnan (Stniðja skáldsögunnar).
Það er sérlega ánægjulegt fyrir mig að fá tækifæri til að tala um tímaritið
hér í Reykjavík. Annars vegar vegna þess að meðal ykkar eru vinir og
samstarfsmenn sem hafa lagt til efhi í tímaritið allt frá fyrsta hefti. Og hins
vegar vegna þess að þetta er tækifæri fyrir mig að staldra við, líta um öxl og
reyna að átta mig á tilgangi tímaritsins. Vissulega eru þrjú ár svo stuttur tími
að hæpið er að draga af því ályktanir eða að komast að endanlegri niður-
stöðu. Stniðjan er tilraun sem er rétt að hefjast.
En þótt tímaritið sé ungt að árum má segja að nafnið á því sé komið
nokkuð til ára sinna, því það er frá 1986. Enda þótt tímaritið sé þriggja ára
er nafnið á því orðið tíu ára.
Mig langar því að fjalla hér um „smiðju skáldsögunnar“ og þá hugmynd
sem liggur að baki tímaritinu og umvefur það. Hugmynd sem á sér sína sögu
og hefur haff ýmsar afleiðingar. Sérstaka hugmynd sem ætlað er að skapa
nýjan vettvang fyrir bókmenntagagnrýni og þá sérstaklega fyrir hugleiðingar
um skáldsöguna.
Ég sótti námskeið sem Milan Kundera stjórnaði við Ecole des Hautes Etudes
en Sciences Sociales á árunum 1980 til 1994, en það ár lauk ég doktorsprófi
undir handleiðslu hans. Á þessum árum voru meginviðfangsefni hans í
kennslunni af þrennum toga:
1. Skáldsagnahöfundarnir miklu frá Mið-Evrópu (Kafka, Musil, Broch og
Gombrowicz);
2. Evrópska skáldsagan (Kafka, Dostojevskí);
3. Skáldsagan og tónlistin.
Ég ætla ekki að fara að rekja hugmyndir Kundera hér, enda geri ég ráð
50
TMM 1997:1