Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 76
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR allir litir í hvíta litnum, segir bandaríska fræðikonan Susan Gubar.11 Hin munnlega frásagnarlist Salóme fær listrænt form skrifuð í snjóinn, þetta er frásagnarlist kvennanna fyrir ritlist, fyrir bókmenntasögur, fyrir bók- menntastofnun—þetta er tungumál sem finnur sér farveg þó það sé bannað af því að það getur sagt frá líkamanum, geðveikinni og kyninu frá herfilegra og hættulegra sjónarhorni en menningin telur sig hafa gott af. Aldrei getur Góð bók eða Marktækt Hugverk orðið til á þessu tungumáli og það veit sögukonan í / sama klefa, bæði sú eldri og sú yngri. Þess vegna hafa þær valið að vera ekki „í sama klefa“ og Salóme Kjartansdóttir og þess vegna reyna þær að telja sér og okkur trú um að snjór sé bara snjór. Löngu síðar rekst eldri sögukonan á þrjú kvæði í einhverju blaði eða tímariti á læknabiðstofu. Kvæðin eru eftir Salóme Kjartansdóttur „fyrrum húsfreyju á Hamri, en nú búsettri í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni“ (97) Sögukonan tekur það fram að þetta hafi ekki verið neitt sérstök kvæði, alþýðleg, rímuð, ekkert háfleyg eða með öðrum orðum ekki Marktæk Hug- verk. Síðasta kvæðið les hún samt tvisvar og ... ... síðan aftur nafn höfundarins og kynningu á honum. Því kvæðið var um snjóinn, fegurð hans í sólskini, glitrandi hjarnbreiður í tungl- skini, litasamleik hans og svartra, hálfnakinna hamrafluga! . . . Það sem snart mig svona undarlega var þetta kvæði um snjóinn. Undir- tónninn í því var svo einkennilega magnaður sárum trega og heimþrá. Furðulegt. Snjórinn — (98) Það hafa orðið róttæk umskipti eða umsnúningur á hlutverkum, Sala er orðin að skáldi, snjóskáldi, á meðan eldri sögukonan getur alls ekki náð tökum á hinni Góðu Bók. Hún leggur þá bók frá sér og hefst handa við að „þýða“ og skrifa sögu Sölu og sína þannig að þögnin fái mál. Það hefur ekki mikið verið skrifað um höfundarverk Jakobínu Sigurðar- dóttur og mest af því sem skrifað hefur verið leggur megináherslu á þjóðfé- lagslega róttækni hennar og harða gagnrýni á hið stéttskipta, kapítalíska þjóðfélag sem við lifum í. Hér hefur verið lögð áhersla á hinn ljóðræna og heimspekilega þátt í verkum hennar en þegar upp er staðið get ég ekki séð neina andstæðu þarna á milli. Byltingin hlýtur að byrja í málinu, hugsuninni og hugmyndunum. Verði sá vilji Jakobínu Sigurðardóttur — er hægt að halda áfram og byggja réttlátt þjóðfélag. Jakobína Sigurðardóttirfœddist í Hcelavík á Hornströndum árið 1918. Stórbrot- in náttúra Hornstranda og hörð lífsbaráttan hefur sett svip sinn á bœði lífsvið- horf og list Jakobínu. Jakobítia var elst 13systkina, eittþeirra er rithöfundurinn FríðaÁ. Sigurðardóttir. Fortnleg skólaganga Jakobínu varð ekki löngenda leyfði efnahagurinn það ekki. 66 TMM 1997:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.