Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 96
VILHJÁLMUR ÁRNASON manna. Hún er það ástand mannsins að vera bundinn hlutlægum skilyrðum sem skerða frelsi hans og sköpunarmátt: „gerðir hans standa andspænis honum sjálfum sem framandi afl, er undirokar hann í stað þess að hann drottni yfir því. [... Fjélagslegt atferli staðnar og afurðir okkar festast í sessi gagnvart okkur sem hlutrænt vald. Þær losna undan yfirráðum okkar, ganga þvert á væntingar okkar og gera áætlanir okkar að engu“ (ÞH, 30-31). Vinnan tekur á sig þessa mynd firringar í hagkerfi sem byggir á því að framleiðslutækin eru í einkaeign. Sú staðreynd að ffamleiðslutækin eru í eigu fárra, kapítalistanna, leiðir til þess að verkamaðurinn (öreiginn í þeim skilningi að hann á ekki framleiðslutækin) verður að selja vinnuafl sitt öðrum. Afurðir vinnu hans eru eign annars og afdrif þeirra lúta lögmálum markaðarins sem einnig fer að stjórna lífi hans sjálfs. Hann verður því afurð afurðar sinnar, þræll þess hlutveruleika sem hann á sjálfur þátt í að skapa. Verkamenn ráða heldur engu um tilhögun vinnunnar — þeir hirða bara launin. Launin eru þó ekki nema hluti þess arðs sem hann hefur skapað með vinnu sinni. Hinn hlutann, gildisaukann, fær kapítalistinn og arðrænir þannig verkamanninn. Firring og arðrán haldast því í hendur. En til þess að gera grein fyrir kenningu Marx um firringuna er nauðsynlegt að huga betur að heimspekilegum skilningi hans á manneskjunni.7 Þótt Marx hafni þeirri hughyggju sem fjallar um vitundina líkt og hún væri sjálfstætt afl gagnvart félagslegum veruleika, þá gengst hann ekki inn á þá efnishyggju sem gerir manninn að óvirkri afurð efnislegra aðstæðna. Segja má að í kenningu sinni varðveiti Marx hinn skapandi þátt sem hughyggjan hafði boðað en njörvi hann niður við efnislegar aðstæður: „Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“8 I sögulegri efnishyggju er stöðug víxlverkun (díalektík) sköpunar og skilyrða: „Aðstæðurnar smíða sem sé manninn engu síður en hann aðstæðurnar", skrifa Marx og Engels í Þýsku hugmyndafrœð- inni (s. 38). Það er því afar mikilvægt í kenningu Marx að menn eru skapandi vitund- arverur; andstætt dýrunum er eðlisávísun þeirra meðvituð. Þessa meðvitund er þó rangt að einangra frá lífsstarfsemi og lífskilyrðum mannsins. Sam- kvæmt Marx er vinnan hin eiginlega lífsstarfsemi mannsins. í henni um- breyta menn efnislegum veruleika til þess að sinna þörfum sínum. Þetta gera dýrin líka, en þó er afgerandi munur á: „Það sem greinir hinn versta arkitekt frá hinni snjöllustu býflugu er að arkitektinn reisir byggingu sína fyrst í ímynduninni áður en að hann byggir hana í raunveruleikanum. [...] Hann breytir ekki einungis formi efnisins sem hann vinnur með, heldur gerir hann sinn eigin tilgang að veruleika .. .“9 Þessi hugmynd Marx um eðli mannsins 86 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.