Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 97
HIÐ SANNA RÍKl FRELSISINS skiptir sköpum fyrir skilning hans á firringunni.10 Jafnframt því sem menn umbreyta náttúrunni með vinnu sinni til þess að hafa í sig og á, raungera þeir sjálfa sig og þann tilgang sem þeir hafa með vinnu sinni. Þetta ferli er því eins konar úthverfing [Entaufíerung] mannsins sem verður að finna sjálfum sér stað í verkum sínum. Úthverfmgin er þannig óhjákvæmilegt birtingarform mannlegrar starfsemi og má alls ekki rugla saman við firringu [Entfremdung]. Vinnan lýtur lögmálum frelsis og skynsemi þegar maður sér sjálfan sig, eða tilgang sinn, í afurðum vinnunnar. Það er aftur á móti firring þegar afurðir vinnunnar „losna undan yfirráðum okkar, ganga þvert á væntingar okkar og gera áætlanir okkar að engu“ (ÞH, 31). í firringunni eru menn sem sé sviptir þeim möguleika, sem þeir einir búa yfir, að lifa í samræmi við tilgang sinn og fyrirætlun — að skapa sér lífskilyrði sem hæfa honum sem skynsamri og sjálfráða veru. Þessi skilyrði hafa aldrei verið til staðar í sögunni — eða forsögu manns- ins, því Marx segir að eiginlega saga hefjist ekki fyrr en menn skapa sögu sína vísvitandi í samræmi við vilja sinn og þarfir. Þegar þróun „lýtur [. . .] ekki heildaráætlun samtaka sem einstaklingarnir hafa myndað sjálfviljugir“ verð- ur hún „á náttúrusprottinn hátt“ og það er ekki réttnefnd saga (ÞH, 80). I grófum dráttum mætti skipta hinu forsögulega tímabili i tvennt eftir því hvers konar yfirráð hafa verið ríkjandi.111 forkapítalískum samfélögum hafa mannleg samskipti einkennzt af því að ákveðnir hópar hafa kúgað og ráðskazt með aðra hópa. Hinir undirokuðu — hvort heldur þeir voru þrælar eða leiguliðar — voru þá notaðir sem eins konar framleiðslutæki hinnar ráðandi stéttar. Slík kúgun er því persónuleg undirokun manns á manni þar sem kúgarinn hefur öll ráð og lífskilyrði hinna kúguðu í höndum sér. Þetta breytist í borgaralegu eða kapítalísku samfélagi. Þar er enginn maður bein- línis þræll annars manns því yfirráðatengslin hafa tekið stakkaskiptum. Marx lýsir þeim þannig að nú hafi menn öðlazt persónulegt sjálfstæði sem sé byggt á hlutlægu ósjálfstæði. Hið persónulega sjálfstæði er í því fólgið að nú á verkamaðurinn vinnuafl sitt sem hann getur ráðstafað að eigin vild; hann er frjáls persóna sem getur notað krafta sína og færni í skiptum fyrir peninga. Hið hlutlæga ósjálfstæði er í því fólgið að hann á engin ff amleiðslu- tæki og þar með enga möguleika á sjálfstæðri framleiðslu. Hann neyðist því til að selja öðrum vinnuafl sitt. Afurðir vinnu hans tilheyra því öðrum, kapítalistanum, og lúta lögmálum markaðskerfisins sem hann hefur enga stjórn yfir.12 Einstaklingurinn er því bundinn og fyllilega háður hlutlægu kerfi sem ræður mestu um líf hans og afkomu en lýtur á engan hátt fyrirætlun hans eða vilja. Úthverfing hans í vinnunni, hlutgerving sjálfins í verkunum, er því undirorpin afli sem undirokar hann og snýst gegn honum. Yfirráð hans yfir sjálfum sér og eigin athöfnum eru því afar takmörkuð þar sem þau TMM 1997:1 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.