Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 102
VILHJÁLMUR ÁRNASON margs konar undantekningum frá reglum þar sem tekið er tillit til sérstakra aðstæðna fólks, svo sem barnmargra fjölskyldna eða einstæðra foreldra. Slíkar jöfnunaraðgerðir nægja þó engan veginn til þess að bæta úr því órétdæti og ósveigjanleika sem Marx hefur í huga. í fjörlegunr kafla lýsir Marx hugsjón sinni um frelsi undan helsi verkaskiptingarinnar: f kommúnísku samfélagi hefur enginn lokað verksvið. Þess í stað getur hver menntað sig á hverju því sviði sem hann lystir. Samfélagið stýrir afmennri framleiðslu, og á þann hátt verður mér gert kleift að gera eitt í dag og annað á morgun. Ég get farið til veiða á morgnana, dregið fiska eftir hádegi, sinnt skepnum síðdegis og gagnrýnt á kvöld- in, án þess að verða veiðimaður, fiskimaður, fjármaður eða gagnrýn- andi. (ÞH, 31) Af þessum kafla má ráða að þegar Marx talar um að hver fái það sem hann þarfnast í kommúnísku samfélagi þá eigi hann ekki einungis við lífsnauð- synjar, heldur þörf manna fyrir að njóta sín sem skapandi einstaklingar. Það er mikilvægt að líta ekki á málið bara á forsendum borgaralegs samfélags þar sem þarfir eru yfirleitt skildar sem uppfylling langana á markaðstorgi neyzl- unnar. „Skipting neyzluafurðanna á hverjum tíma er aðeins afleiðing af skiptingu sjálfra framleiðsluskilyrðanna“, segir Marx.25 Hann hafnar því að gera „skiptinguna svokölluðu“ að aðalatriði enda leiðir hún hjá sér það meginatriði hverjir eiga framleiðslutækin og þar með orsakir arðráns og firrinngar. Marx einbeitir sér fremur að því að greina forsendur þess samfé- lags manna „þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fýrir frjálsri þróun heildarinnar“.26 Það getur ekki orðið í þjóðfélagi þar sem ein stétt notar aðra sem tæki í eigingjörnum tilgangi sínum. Marx hugsar sér því kommúnisma augljóslega sem samfélag þar sem einstaklingar geta blómstrað hver á sinn einstaka hátt og þeir muni virða hver annan sem takmark í sjálfu sér. Segja má að hann greini þau skilyrði sem hann telur nauðsynleg fyrir „ríki markmiðanna“ sem Kant lýsir. And- stætt skilningi Kants einkennist siðferðið þó ekki af því að einstaklingar lúti skynsemislögmáli sem birtist í formi skyldu. í sameignarsamfélaginu verður engin togstreita á milli skyldu og tilhneiginga einstaklinga, enda hafa þeir losað sig við „allt náttúrusprottið í fari sínu“ (ÞH, 75). Sameignarsamfélag Marx minnir því einna helzt á það sem Schiller kallar „hið estetíska ríki“.27 Siðferðið kemur mönnum þar ekki fyrir sjónir sem þvingandi ytra reglukerfi heldur er það samgróið þeim sjálfum og birtist sjálfkrafa í samskiptum þeirra og athöfnum. Þessu siðferði er iniðlað af siðum og hefðurn sem fylgja því samskiptaformi sem myndast þegar framleiðslan er undir skynsamlegri stjórn þegnanna. í slíku Sittlichkeit verður siðaboðskapur óþarfur því að 92 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.