Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 110
PÉTUR PALLADÍUS siðskiptanna losi á siðferðisgrundvöll í samfélaginu og nýja kirkjan átti fullt í fangi við að öðlast tiltrú almennings, hvað þá að aga lýðinn. Meðal annars er í handbókinni fjallað um útför og greffrun. Lútersmenn höfnuðu sálumessunni sem katólskir sungu til að lina þjáningar hins látna í hreinsunareldinum. Hann sefur einfaldlega í gröf sinni til dómsdags, og er tilgangur útfararinnar því ekki lengur að hjálpa hinum látna fram á veg heldur að áminna lifendur og koma þeim til að íhuga eigin dauða og þann nauðsynlega undirbúning fýrir andlát og dóminn mesta sem einn saman felst í guðsótta og frómu líferni. Leiðbeiningum handbókarinnar um útförina fylgja sex líkræður eftir Pétur biskup í þýðingu Marteins, „predikanir sem mann má hafa nær lík eru grafm“. Þetta eru vísast einskonar formálar, jafnvel kennsludæmi, sem ætlast er til að prestar noti eftir hentugleikum eða hafi til að semja eftir. Líkræður voru að jafnaði ekki fluttar í katólskum sið og eru ræður Péturs því nýmæli í íslenskum bókmenntum. Ekki er kunnugt um áhrif líkræðnanna í handbók Marteins, hvort þær voru notaðar eða hvernig. Líkræður urðu ekki almennar á íslandi fýrr en á 19. öld, ekki fluttar nema um væri beðið og borgað fýrir, og því fýrst og fremst yfir heldrimönnum og ríkisbændum. Þessar ræður Palladíusar hafa ekki fundist á dönsku, hvernig sem á því stendur, og því ekki gerlegt að bera þýðingu Marteins við frumtexta eða meta þátt Marteins í textanum. Ræðurnar bera glögg lútersk einkenni og byggjast á skily r ð islítill i virðingu fyrir einu sönnu guðsorði og útleggingum meistaranna, eru raunar byggðar upp með því einkum að skeyta saman textum úr ritningunni og öðrum helstu ritum kristninnar. Tilgangurinn er ekki að koma á framfæri eigin hugsun eða hugmyndum heldur felst færleikurinn í vali og uppröðun; texti byggður á öðrum textum einsog menn kannast við úr ýmsum bókmennta- kenningum nær okkur í tíma. Síðari meistarar lúterskrar predikunar byggja á þessum grunni þótt þeir hleypi fákum sínum á víðari völl en Pétur og Marteinn; sá sem hefur gluggað í Vídalínspostillu sér hér kímið. Að efni til verður manni hugsað til Hallgríms Péturssonar, rétt einsog séra Sigurjóni Einarssyni í ágætri grein sinni um þessar ræður. Andspænis dauðanum eru allir jafnir: Hvenær sem kallið kemur / kaupir sig enginn frí. Hver predikun hefur sína fýrirsögn „eftir þeim hætti sem sá var sem dáinn er“. Hin fyrsta hæfir útför kennimanns, skal höfð „yfir nokkurum lærðum“, þá er predikun „yfir þeim sem haft hafa nokkura valdsstjórn“, síðan „yfir nokkrum fullaldra manni“. Ein predikunin skal höfð „yfir nokkurri kvinnu sem deyr af barnsæng“ og aðra „má predika yfir barni“. Hér er prentuð hin fjórða í röðinni, sú „sem mann má predika yfir hverjum sem vill“, það er að 100 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.