Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 118
p.s. frA ritstjúra
Heimasíða Máls og menningar er þessi: http://www.centrum.is/mm. Þar er að
finna ýmsan fróðleik um útgáfu Máls og menningar, þar á meðal efnisyfirlit TMM
síðasta ár.
Á tímum Lúðvíks 14. var Versalahöllin reist sem nokkurs konar sólhof. Svefnher-
bergi konungs sneri í austur þannig að hans hátign og sólin risu úr rekkju samtímis.
Á þessu tímabili gekk maðurinn líka hvað lengst fram í því að sníða gróður eftir
eigin þörfum, að sögn til að telja sér trú um að hann gæti komið böndum á
náttúruna. Er ekki eitthvað hjákátlega líkt með þessum hugmyndum og ofurtrúnni
á Heilagan Markað í nútímanum? Stundum hvarflar að manni að skoðanakönnuðir
og reiknimeistarar ali með sér þá von að ef þeir standi sig nógu vel geti þeir reiknað
allt út og jafnvel komið tölfræðilegum böndum á raunveruleikann.
Erlingur E. Halldórsson hlaut í lok síðasta árs, nánar til tekið þann 5. desember,
sérstaka viðurkenningu frönsku akademíunnar fyrir þýðingu sína á einu af snilld-
arverkum heimsbókmenntanna, Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais. Franska
akademían er ein elsta og virðulegasta menningarstofnun Frakka og mér vitanlega
er þetta í fyrsta skipti sem íslendingi hlotnast þessi heiður. Um þetta var fjallað í
öllum stórblöðum Frakklands, en einhverra hluta vegna fór þetta nánast alveg
framhjá íslenskum fjölmiðlum. Ef til vill vegna þess að íslendingar eru ekkert
sérstaklega snoknir fyrir Akademíum í útlöndum? Til hamingju, Erlingur!
Þann 8. janúar s.l. veitti Hagþenkir, félag fræðimanna, þeim Eiríki Rögnvaldssyni,
Bergljótu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Ingólfsdóttur og Örnólfi Thorssyni, viðurkenn-
108
TMM 1997:1