Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 122
RITDÓMAR nítjándu öld (greinargott yfirlit um bresku ferðabækurnar er að finna í rit- gerð eftir Gary Aho í vorhefti Skírnis 1993, „Með ísland á heilanum", í þýð- ingu Jóns Karls Helgasonar). Líkt og öðr- um ferðabókmenntum hefur þessum bókum lítt verið sinnt hérlendis eftir að tímar skáldsögunnar runnu upp þrátt fyrir ótvíræð tengsl þessara frásagnar- forma; einna helst að ferðalangar hiti sér tevatn í draumaheimi Gyrðis Elíassonar. Bresku ferðabækurnar varpa skemmti- legu ljósi á þá þjóð sem hér bjó, landið sjálft og ekki síst þær rómantísku hug- myndir sem ferðalangarnir höfðu gert sér um það við arinelda á kyrrum vetrar- kvöldum. Sameiginlegan áttu þeir brennandi áhuga á landi og þjóð, ísland var í þeirra augum jarðfræðileg og bók- menntaleg tilraunastofa. Margir urðu fyrir vonbrigðum en flestar sögur þeirra eru engu að síður ómetanlegar heimildir um ísland nítjándu aldarinnar, hvort sem vísindamenn eða skáld héldu á penna. íslandsförin lýsir ferð ungs aðals- manns og skálds til íslands eftir miðja síðustu öld (sennilega árið 1871). Hann heldur ferðadagbók sem geymir í senn lýsingar á því sem fyrir augu ber og per- sónulega tjáningu. Leið hans liggur frá London til Edinborgar, þaðan með póst- skipinu Díönu til Færeyja uns ísland rís upp úr sænum með sín nöktu fjöll á endimörkum veraldarinnar. Lesendur þurfa ekki að vera vel heima í gömlum ferðarollum til að njóta sögunnar, þótt auðvitað spilli það ekki fyrir. Þótt byggt sé á dagbókarforminu er hér fýrst og síðast um skáldsögu að ræða eða öllu heldur farsælan samruna tveggja forma: eitt form er tekið fram yfir annað án þess að hinu sé varpað fyrir róða, sagan geng- ur til móts við kröfuna um einhvers kon- ar afhjúpun í sögulok sem varpar nýju ljósi á frásögnina í heild sinni og veldur því að hún verður ekki lesin með sömu formerkjum oftar en einu sinni. íslands- förin undirstrikar þá staðreynd að skáldsagan er í eðli sínu margþætt fýrir- bæri sem einkennist af samruna forma, sambræðslu eða tilfærslu þar sem til grundvallar liggur sýnin á líf mannsins sem þrautagöngu eða freistingu, hreyf- ingu ffá sakleysi til manndóms, frá fá- fræði til þekkingar sem gjarnan er dýru verði keypt. í sögunni eimir eftir af hug- blæ hinna miklu ferðabóka Eggerts og Sveins, manna sem ferðuðust um „ónumið“ land í vísindalegu tilliti og komu auga á skipulag sem áður hafði ekki verið fýrir hendi, skráðu niður jafn- óðum og þeir sáu. Engu að síður er hin óljósa sjálfsvera í forgrunni, svo virðist sem þokan sem umlék Heklutind þegar Eggert og Bjarni gengu á fjallið hafi tekið sér bólstað í sálartetri söguhetjunnar, ósýnileg öfl sem erfitt er að koma nöfn- um yfir takast á, jarðeldarnir loga innra með manninum sjálfum. Lýst er ferð til Sögueyjarinnar en það er þó ekki sú ferð sem gerir söguna athyglisverða heldur „eitthvað annað“ sem kenna má við sál- ræna dýpt eða stílbrögð, beyg sem magnast eftir því sem söguhetjan fetar sig lengra inn í landið uns „miðju“ þess er náð. Með dagbókarritara í för eru vinur hans og vísindamaðurinn Cameron og íslenski fýlgdarmaðurinn Jón Hólm, sem er hinn „erkitýpíski“ íslendingur, maður sem annaðhvort verður ekJd neitt eða eitthvað mikið, athafhaskáldið sem talar viðstöðulaust um fsland. Þeir eru sam- ferðamenn en um leið eru ferðir þeirra eins ólíkar og hugsast getur; þeir eru hver í sinni ferð, fulltrúar ólíkra hefða. Vís- indamaðurinn sækir heim land náttúru- undranna, skoðar fugla, skráir niður- stöður og teiknar. Með sextant sinn að vopni ferðast hann um land jarðfræð- innar líkt og Sveinn forðum. fslending- urinn er staddur í æsilegri ástarsögu en dagbókarritari leitar að uppruna ís- lenskrar móður sinnar sem faðir hans kynntist á ferð sinni um landið þrjátíu árum fyrr. Saga foreldra hans er hjúpuð leyndardómi sem skýrist ekki fýrr en á síðustu blaðsíðunum. Fortíð hans er 112 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.