Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 130
RITDÓMAR Það liggur ekki annað fyrir en að leita á náðir Jónasar sjálfs, sem er svo kannski ekkert hann sjálfur, í grafreitnum á Þing- völlum og fá svolitla skáldslummu í skrift- arhöndina, og kannski heilastöðvarnar. Jónas boraði fingri upp í nösina og gramsaði dálitla stund í heilabúinu, síðan dró hann puttann út, leit á litla gráa klessu sem festist við hann og sagði: — Ég held að ég sé búinn að gefa frá mér mestalla skáldgáfuna en hér er heilagrauturinn sem ég notaði til að skrifa embættistilkynningarnar, það gæti leynst örlítill neisti í honum. Hann togaði í tungu Sigurðar og sletti á hana vænni slummu af grárri slepju. (bls. 54) Þessa raunasögu Sigurðar segir fyrstu persónu áhorfandi sem ég hélt fyrst að væri þarna hnýsinn mættur til að læra af þessari framrás skáldsins, og jafnvel njóta góðs af. Er betur var að gáð sá ég að sögumaður hvarf hraðar en hönd á festi þegar Sigurður var kominn í hóp atorku- samra skálda. Mér er því skapi næst að halda að þeir hafi verið tvær víddir á sama manni og sögumaður hafi á endan- um skáldgervst í Sigurði þar sem hann harkaði skáldgáfu á Þingvöllum. Goðsögnin um bráðan og ótímabær- an harmdauða góðskálda stendur hér föstum fótum, og sömuleiðis önnur þau minni sem ganga staflaust um gildi ljóð- skálda. Söguhöfundi er þessi stétt aldeilis ekki heilög. Síðasta sagan er rúmur helmingur bók- arinnar og skiptist í fernt auk blaðsíðu- langs inngangs þar sem grein er gerð fyrir biblíuvísuninni sem sagan langa hnitar um. Dýrkun mannkyns á Basel- tölvunni! er völd að því að guði finnst veldi sínu ógnað og vindur bráðan bug að breytingum. Hann raskar a.m.k. einu náttúrulögmáli á hverri árstíð. Á haustin hættir þyngdarlögmálið störfum og jarðarkringlan stjórnast ekki lengur af eðlilegu aðdráttarafli. Jörðin hallar sitt á hvað, brekkur liggja upp í austur að morgni en upp í vestur að kvöldi. Bílar nýtast ekki í þessu þverhnípi enda detta þeir flestir til tunglsins ef að- gát er ekld höfð. Mönnum verður lítið úr verki. Á veturna verður fast efni laust, og laust efni fast. „Hallgrímskirkjuturn hengdi hausinn og frá kirkjuldukkunum heyrðist notalegt öldugjálfur“ (bls. 74). Menn verða sjóveikir á göngu sinni um göturnar og innanhúss, alls staðar á fyrr- um föstu landi en geta rétt sig af með því að spígspora á tjörninni. Mönnum verð- ur ekkert úr verki. Á vorin hætta orð að hljóma, þau þarf að slíta af vörum sér og rétta tilheyrand- anum. Öll hljóð falla bara beint niður þar sem þeim er sleppt, og í þeim er vigt. Ein gerð veðurs er notuð á þessum árstíma, mjög staðlað sólarhringsferli með 18,7 stiga hita, hitaskúr á ákveðnum tíma og sólarglennu sömuleiðis. Þyngdaraflið verður rysjótt, stundum eru menn nán- ast fleygir vegna léttleika en stundum líka svo þungir á sér að þeir gætu ekki valdið eigin hugsun. Mönnum verður mismikið úr verki eftir því hvernig á lög- málunum stendur. Á sumrin hafa menn líkamaskipti daglega — þegar þeir sofna vita þeir ekki hvar eða í hvernig ástandi þeir munu vakna næst. Vegna þessara öru breytinga er erfitt að henda reiður á hvern maður þekkir enda eru allir í ólíkum hulstrum frá degi til dags. Allir eru Palli einn í heiminum og geta gert það sem þeim dettur í hug þegar þeim dettur það í hug. Mönnum verður helst ekkert úr verki. Það hlýtur að vera erfitt að lifa upp á þessi býtti. Á lífinu er engin regla nema þessi óregla, framrás er léleg, einkalíf heldur bágborið — öll orkan fer í að þreyja þorrann, frá hausti til vetrar til vors til sumars. Og aldrei tekur neitt betra við. En viti menn, allir sætta sig við þetta gallaða líf enda ekki á þeirra valdi 120 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.