Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 134
RITDÓMAR
á íslandi á síðustu öld því lagt er mikið
uppúr því að gera mynd samfélagsins
sem skýrasta og þá ekkert síður þær hlið-
ar sem dökkar eru.
I öðru lagi hefur Böðvar lagt verulega
vinnu í að rannsaka sögu byggða íslend-
inga í Kanada og þróun hennar. Þetta
hvort tveggja kemur fram í sögunni bæði
í yfirlitsköflum þar sem farið er almennt
yfir ástand og þróun og í dæmum af
íjölmörgum einstaklingum öðrum en
þeim sem eru aðalpersónur sögunnar.
I þriðja lagi eru tengdar við söguna
ffásagnir af ævintýrafólki og atburðum
sem í fljótu bragði virðast hafa lítið með
örlög aðalpersónanna að gera en tengjast
þeim að endingu með óvæntum hætti.
Þessir útúrdúrar eru off með afbrigðum
skemmtileg lesning svo sem frásögnin af
Moses Taylor.
f fjórða lagi eru svo bréf frá vesturför-
unum og til þeirra sem Böðvar hefur
komist í, sumt úr fjölskyldu hans sjálfs en
einnig héðan og handan og hefur hann
sagt frá því að hann hyggist gefa út bréf
vesturfara. Hér er um ómetanlega heim-
ild að ræða sem segir sögu einstakling-
anna á mjög persónulegan hátt. Bréf eru
einn meginþátturinn í uppbyggingu
sögunnar og tekst höfundi að mínu áliti
mjög vel að fella þau að öðrum þáttum
frásagnarinnar.
Sögusnið
Frásögnin er byggð upp með þeim hætti
að í nútímanum situr íslenskur óperu-
söngvari, tenór, á hótelherbergi sínu eða
gestaíbúð í ýmsum stórborgum heims-
ins og styttir sér stundir við að skrifa
dóttur sinni, sem hann á með enskri eig-
inkonu og hlotið hefur enskt uppeldi,
bréf þar sem hann leitast við að segja
henni sögu sína og sinna ættmenna.
Hann á í fórum sínum skókassa sem
fannst uppi á loffi á æskuheimili hans
með bréfum frá forfeðrum hans og
ffændum sem vestur fluttust og afkom-
endum þeirra. En einnig hefur hann
komist yfir bréfabunka með bréfum sem
skrifuð voru að heiman til þessa sama
fólks. Þau fékk hann hjá frænku sinni
sem einnig er óperusöngkona og hann
hittir af hreinni tilviljun þegar þau eiga
að syngja saman við óperuna í Vancou-
ver. Bréfin verða þannig einskonar
kjarni frásagnarinnar en utan um efni
þeirra er síðan vafið fjölmörgu öðru efni
og frásögnum sem ýmist eru sviðsetn-
ingar atburða um leið og þeir gerast eða
yfirlit lengri atburðarásar eins og áður
er getið.
Frásagnaraðferðin og sjónarhornin
eru því óvenju fjölbreytt og komið að
efninu úr ólíkum áttum sem gefur frá-
sögninni mun fleiri víddir en ella hefði
verið.
Sögusviðin
Sögusviðin í þessari frásögn eru mörg.
Fyrst er rétt að víkja aðeins að tímanum.
f sögunni kallast á nútíminn og fortíðin
þar sem sögumaður situr í nútímanum
og dregur fram myndir úr fortíðinni um
leið og hann gerir grein fyrir sinni eigin
persónusögu og næsta bakgrunni. Þessi
ólíku tímasvið vinna í rauninni mjög vel
saman og eru mikilvægur þáttur í að
koma til skila einu af meginumfjöllunar-
efnum sögunnar, því að hæfileikar sem á
einum tíma eru forsmáðir og jafhvel
taldir til bæklunar blómstra á öðrum
tíma og eru hafnir upp.
En sögusviðin eru einnig mörg í rúmi.
í fyrri bókinni er meginsviðið ísland á
síðustu öld og lagt mikið upp úr því að
skapa fremur breiða og fjölþætta samfé-
lagsmynd. Höfundi ferst það mjög vel úr
hendi og hann er óhræddur við að fjalla
um þætti sem ekki hefur þótt mikil
ástæða til að halda á lofti.
Seinni hluti fyrri bókarinnar segir frá
ferðinni til Kanada og landnáminu þar
og þeim ómældu erfiðleikum sem mættu
fólkinu sem hélt drauma sína vera að
rætast svo sem endurspeglast í nafninu
sem það gaf svæðinu sem því var á end-
124
TMM 1997:1