Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 136
RITDÓMAR grasnytjar en þau rétt ná að draga fram lífið um hríð þar sem Ólafur fæst við smíðar auk þess að vera ferjumaður, en fyrir hvorugt heimtist honum vel fé. Þeg- ar börnunum fjölgar verða þau örbjarga og leita á náðir samborgara sinna, en fyrirmenn sveitarinnar finna það snjall- ræði að „styrkja“ þau til Ameríkuferðar. Þar með verða þáttaskil í lífi þessarar fjölskyldu. Hjónin fara til Ameríku með þrjú börn en tvö verða eftir heima, Málmfríður og Ólafur heiðarsveinn, og er þeim búin vist hjá góðu fólki. í Ameríku gengur illa hjá Ólafi fíólín uns svo er komið að hann stendur einn uppi og hverfur aftur heim til fslands, Borgfirðingum til lítillar gleði. Þar er hann lausamaður um hríð en sest svo aftur að í kotinu við ferjustaðinn. Þar fer að búa með honum Elísabet Sigfúsdóttir sem dæmd hafði verið fyrir að eignast börn með stjúpföður sínum, þrjár dætur. Þær voru allar teknar frá henni og komið fyrir hjá vandalausum þar með talin Halldóra, auknefnd blóðskömm af sveit- ungum sínum, sem varð eiginkona Ólafs heiðarsveins og því amma sögumanns. Ekki gengur búskapur þeirra sérlega vel og undir aldamót flytur Ólafur aftur til Kanada. Það er Málmfríður dóttir hans sem fjármagnar það ferðalag en áður hafði hún með styrk föður síns flúið til Ameríku með ástmanni sínum af borgfirsku góðbændakyni undan ofríki föður hans. Þau Ólafur og Elísabet ásamt sýninum Jens Dufferín, sem af er kostu- leg saga, setjast að í Winnipeg undir handarjaðri Málmfríðar og eiga þar þokkalegt ævikvöld. Afkomendur Ólafur heiðarsveinn fetar að nokkru leyti í fótspor föður síns með því að yfirgefa Borgarfjörð og gerast vinnumaður norðan heiða en hann hefur erft hagleik föður síns og tónlistargáfu þó hún fái framan af ekki útrás nema við leik á teiknað hljómborð. Síðar eignast hann orgel sem systir hans sendir frá Kanada og segir vera hans arfshlut í fíólíninu Jörundarnaut. Hann kemur aftur suður um heiðar og gengur að eiga Halldóru svo sem áður er sagt og búnast þeim bærilega þó hann bæklist á besta aldri en hann fékkst við smíðar auk þess að leika á orgel í nærliggjandi kirkjum. Þau eign- ast fimm börn sem öll læra eitthvað á hljóðfæri en yngstur er Tryggvi sem sendur er einn vetur til Reykjavíkur til að læra hljóðfæraleik. En þótt þrá hans sé sterk til frekara náms bjóða aðstæður ekki uppá slíkt. Hann verður bóndi og sveita- organisti, en fyrsti stórflutningurinn heim að bæ hans eftir að akfær vegur var lagður þangað var notað píanó sem hann spilaði á og kenndi sínum börnum að spila á, þar með Ólafi sögumanni vorum. En peningar fyrir þessu píanói 1930 voru í raun arfur eftir Jóhann son Ólafs fíólíns sem enginn vissi hvað af varð fyrr en fjörgamall maður kemur að elliheimil- inu að Gimli sem þekkir sögu hans og er með sendingu til ættingja hans. Hans saga er enn ein ævintýrafrásögnin í þessu fjölþætta fjölskyldudrama. Af afkomendum Málmfríðar í Kanda er einnig rakin saga og þar dunar tónlist- aræðin einnig. Tengsl milli ættingjanna rofna, þó ekki fyrr en uppúr 1940 en arfurinn sem fyrrum var í augum margra böl ættarinnar verður hennar blessun og hamingja. I lokakaflanum tengjast margir þræðir saman og sögumaður fær að líta augum fiíólínið Jörundarnaut í höndum frænda sem honum tekst að grafa upp eftir mikla leit, en sá lcikur ásamt dóttur sinni í óperusýningu þar sem sögumaður og frænkan sem átti bréfin eru að syngja. Fjórir afkomendur Ólafs fíólín í einni og sömu óperuuppfærslunni. Ég hef hér einungis verið að rekja einn bláþráð í þessari miklu sögu til þess að sýna hvernig höfundur tengir saman kynslóðirnar og býr til ákaflega skemmtilegan frásagnarvef úr þessu margflókna efni. 126 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.