Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 137
RITDÓMAR Allt gott erfist Eins og fram kemur hér að framan er tónlistargáfan eins konar leiðarþema í þessari sögu. Tónlistargáfan er ættar- íylgja sem fylgir fólkinu allt frá tukthús- limum skömmu eftir Móðuharðindi um höf og lönd, harðindi og plágur, fátækt og bjargarleysi, gleði og sorgir inn í glæstustu óperuhús nútímans. Ekki veit ég hvort gerðar hafa verið skipulegar rannsóknir á ættarfylgjum en í fljótu bragði virðist sú mynd sem Böðv- ar dregur upp af þessu fyrirbæri eiga við töluverð rök að styðjast. Mér er að minnsta kosti mjög minnisstætt, og það rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar sögu, nokkuð sem fullorðinn maður sagði við mig skömmu áður en hann dó og þá vorum við einmitt að ræða um tónlistargáfu: allt gott erfist. Bréfastíll og vesturíslenska Það eru engar fféttir fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskum bókmenntum að Böðvar Guðmundsson kunni vel að bregða fyrir sig íslensku í rituðu máli. Það væru ffekar fféttir ef honum tækist það illa, en hér er alls ekki slíku til að dreifa. Það er þó ástæða til þess að geta um að minnsta kosti tvennt sem mér finnst sérlega vel gert og er fremur sér- stakt í þessari skáldsögu. Ég hef hér að fr aman greint frá því að bréf eru veigamikill þáttur í byggingu sögunnar. Bréfin eru skrifúð af nokkuð mörgum persónum og er það athyglis- vert hvernig höfundur gæðir hvern bréf- ritara sínu stílsniði. Persónusköpun kemur vissulega fram í háttsemi og tali persónanna og almennum samskiptum þeirra við annað fólk, en hér eru bréfin mikilvægur þáttur í að fullgera myndina af þeim persónum sem þau skrifa. Hitt atriðið sem mér finnst höfúndur leysa sérlega vel af hendi er hvernig hann kallar fram vesturíslenskt tungutak. Það er ekkert einfalt mál því vesturíslenskan er ekki aðeins íslenska með afbökuðum íslenskum orðum eða íslenskuðum enskum orðurn eða jafnvel útúrsnúning- ur úr ensku, heldur er hún sérstök mállýska með sérstökum orðaforða og yfirbragði, auk þess sem talaða vestur- íslenskan hefur varðveitt ýmislegt skemmtilegt sem misvitrir málhreinsun- armenn hérlendis hafa talið ástæðu til þess að útrýma úr málinu. Það mætti vel nefna til fleira um stíl- legan fjölbreytileika sögunnar. í frásagn- arköflunum bregður víða fyrir margs- konar skemmtilegheitum af ætt þjóðlegs frásögustíls, samtöl eru lipur og vel sam- in og víða bregður fyrir ljóðrænni ang- urværð. Böðvar er jafnvígur á allar þessar stíltegundir og vafalaust fleiri sem ekki verða taldar upp hér í virðingarskyni við annan frægan bréfritara. Ein saga Ég hef hér talað um Híbýli vindanna og Lífsins tré sem eina sögu, söguna af Ólafi fíólín og afkomendum hans. Þó svo að sagan hafi komið út f tveimur hlutum undir tveimur nöfnum eru þessi hlutar svo samþættir að ekki er rétt að tala um verk í tveimur hlutum heldur eitt verk sem kemur út í tvennu lagi. Mér fannst eftir að hafa lesið Híbýli vindanna í fyrra að mjög margir þræðir væru lausir áður en ég áttaði mig á því að boðað væri ff amhald. En það er einmitt það hvernig þessir lausu þræðir eru á endanum hnýttir saman sem gerir söguna að því meistarverki sem hún er. Að lokum gengur allt upp. Það er ekki síður í sam- spili þess smáa og hins stóra, stóru lín- anna og litlu strikanna, sem höfundi tekst frábærlega að ná utan um þetta margflókna og erfiða söguefni og ljá því svo fjölbreytilegt svipmót sem raun ber vitni. Böðvar Guðmundsson hefur með þessu verki skilað þeirri stóru vesturfara- sögu sem ég hef svo lengi saknað. Gunnlaugur Ástgeirsson TMM 1997:1 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.