Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 18
Arthúr Björgvin Bollason Forspjall Það eru ekki liðin nema tíu ár síðan Berlín var skurðpunktur tveggja ólíkra heima, tveggja gagnstæðra hugmyndakerfa. Austurhlutinn var höfuðborg Þýska Alþýðulýðveldisins, þar sem ráðamenn létu í veðri vaka að þeir væru í þann mund að gera drauminn um fýrirmyndarríki á jörðu að veruleika. í vesturhlutanum dunduðu menn á hinn bóginn við að gylla og fínpússa kapítalismann. Á milli þessara tveggja heima var rammger múr - tákn um það ginn- ungagap sem ævinlega hlyti að skilja þessar ólíku veraldir að. Svo var múrinn allt í einu horfinn. Eina nóttina runnu torfur af traböntum eins og smáfiskar í gegnum Brandenborgarhliðið. Þeir voru fullir af fólki sem grét, hrópaði, söng og faðmaði allt kvikt sem fyrir varð. Korktappar skutust úr þúsund flöskum og glitrandi safi þrúgunnar glóði á hverri skál. Síðan hjöðnuðu fagnaðarlætin smám saman og allt varð aftur stillt og hljótt. Á meðan þessu öllu fór fram stóð þöldi fólks um allan heim á öndinni af eftirvæntingu. Hvað er eiginlega að gerast? spurðu menn. Er hugsanlegt að upp séu að renna nýir tímar, þar sem gróin hugmyndakerfi verða rifm upp með rótum, - þar sem flokksræði, auðhyggju og öðru sögulegu illgresi verður útrýmt? Sumir gerðu því jafnvel skóna að nú hæfist einhvers konar alþjóðleg pólitísk erfðagreining þar sem tækist að einangra skæða pólitíska vírusa og finna jafnvel ráð til þess að uppræta þá. En þeim varð ekki að ósk sinni. Frá því að þúsundir Austur-Þjóðverja flæddu um hinar víðu gáttir Brandenborgar- hliðsins, hafa mörg vötn skolast til sjávar. Og því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á fornum ágreiningi um það hvernig mannlegt samfélag tryggi þegnunum sem mesta velsæld. Berlín er að vísu affur orðin ein borg - höfuðborg hins sameinaða Þýskalands eins og forðum. Þó virðist borgin vera í sárum eftir þau miklu átök sem fylgdu því, þegar múrinn hrundi. Burtséð ffá víðffægum bygg- ingarkrönum sem hafa beinlínis lagt undir sig himininn yfir Berlín er eins og fólkið sé enn ekki búið að átta sig á því sem gerðist. Þetta mikla umrót er baksvið þeirra sagna frá Berlín sem birtar eru í þessu 16 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.