Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 21
Stephan Krawczyk Ljóskusaga af mölinni Hvers konar líf er þetta? spurði móðir mín einu sinni í okkar vikulega símtali. Ég hafði lokað eldhúsglugganum af því að það var verið að beina brynvörðum bíl með sírenugargi fram hjá húsinu og menn í skotheldum vestum munduðu vélbyssur í mjaðmahæð, eins og nýsloppnir út úr sjónvarpinu, og læddust kattfimir kringum ung tölusett linditré. „Ópersónulegt," svaraði ég, „maður hefur engin áhrif á það.“ Ég lét vera að lýsa staðreyndunum fyrir dyrum úti - hún hefði bara orðið áhyggjufull á nýjan leik. Trén hinum megin við götuna eru veikbyggðari en hérna megin og laufin á þeim farin að skipta litum fyrir sumarlok. Á báðum ytri akreinum göt- unnar stendur hinn virti eðalmálmur, í miðjunni ekur hann. Áður fyrr var múr í námunda við heimili mitt sem olli því að allt var hægara, lægra og styttra. Án múrs er því öfugt farið. Oft óska ég þess að ég væri til skiptis heyrnarlaus, blindur eða laus við lyktarskyn, allt eftir því sem við á hverju sinni. Kyrrlátust er borgin milli hálffjögur og hálffimm að morgni, þá sefur hin gríðarlega mergð til að safna nýjum kröftum sem hún treður í gin stór- borginni frá klukkan sex - þá er tími til kominn fyrir mig að hopa úr eldhúsinu inn í herbergið með gluggunum út að bakgarðinum. Þar halla ég mér á hverjum morgni og hef svaladyrnar opnar. Þegar líður á morguninn og börnin sem eru að leika sér, eins og það er kallað, orga hvert á annað vakna ég stundum og loka dyrunum, enda þótt mér finnist óþægilegt að sofa í lokuðu rými og mig hafi ósjaldan dreymt að ég væri að kafna. Undanfarin tvö ár hef ég ekki þurft að loka út af krökkunum. Nýi nágranninn, húsbyggjandinn, skellir skerandi, lemjandi og sargandi vélum sínum í gang klukkan sjö á morgnana, en áður hefur hann sniglast flautandi um svæðið í klukkutíma, yfir sumarmánuðina að minnsta kosti. Plágurnar hans sjö heita skurðgrafa, borvél, loftpressa, hamar, sög, öskur og krani, sem ritar nafh hans með rauðu í himininn svo að yfirbreiðslurnar klappa í vindinum. Lof sé hríðarbyljum, kafaldsþoku og hagléljum - þegar granni minn hvílist má ég hvíla mig líka. TMM 1998:3 www.mm.is 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.