Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 22
STEPHAN KRAWCZYK
Hans vegna hef ég leitt hugann að því að hafa endaskipti á viðsnúinni
veröld minni. Einu sinni tókst mér það þrjá daga í röð. Ég fór á fætur við
íyrsta gröfugarg, fékk mér morgunmat, kom hægðunum á skrið með ótæpi-
legri nikótínneyslu, sat við eldhúsgluggann og fylgdist með umferðinni og
lífinu í húsinu á móti, Ríkisprentsmiðjunni, þar sem pappírinn öðlast
verðgildi sitt. Þar vinna, ég komst að því síðar, fjögur þúsund manns, sem
veldur því að Stærsta Dagblað stórborgarinnar setur blaðasala við prent-
smiðjuhliðið í vaktarbyrjun. Svo sitja allir með sama blaðið í morgunkaffinu
í stað þess að einn kaupi það og lesi upphátt.
í vinstri álmu byggingarinnar, eins og hún blasir við mér úr glugganum
mínum, er vélasalurinn. Þegar mjög kalt er í veðri rís reykurinn suðandi upp
úr stokkunum. Einn af þessum þremur ömurlegu morgnum opnaðist
skyndilega hleri á gluggalausum plastklæddum framveggnum, tveir karl-
menn með hjálma komu í ljós. Með berum augum sá ég að ofvaxin sígaretta
ferðaðist fram og aftur á milli þeirra. Þeir ætla burt, hugsaði ég og veifaði til
þeirra í huganum. Ég er að velta því fyrir mér að flytja og væri löngu farinn ef
ég hefði gengið í málið af alvöru.
Við hliðina á dyravarðarskýlinu við aðalhliðið stendur mikill mann-
söfnuður rétt fyrir þrjú síðdegis og beinir sjónum út af svæðinu, að götunni.
Á slaginu þrjú eru landamærin opnuð. Þau sem stóðu frammi við lyfti-
plankann reyna að halda forskotinu, ryðjast að strætóstoppistöðinni eða
stökkva upp í eigin ökutæki til þess að komast fyrst út af stæðinu. Meðan á
þessum hamagangi stendur forðast ég götuna.
Hingað til hef ég aldrei séð mannveru á bak við rimlana í neðri glugga-
röðinni á prentsmiðjuhúsinu. Kannski er bannað að fara út að gluggunum.
Ofan af flata þakinu yfir fimmtu hæðinni liggja frárennslisrör niður í
holræsakerfið. Snemma kvölds gerast krákurnar í austri ókyrrar og hefja sig
til flugs, halda í vesturátt og hverfa á bak við nýbyggða glerálmu Stærsta
Dagblaðs stórborgarinnar.
Fyrir á að giska fimm árum sat ég rétt eins og nú við eldhúsborðið um
nótt, sneri baki í gluggann og velti ýmsu fýrir mér. Kyrrðin er aldrei alger í
stórborginni, þögnin ekki þögul eins og úti í sveit eða ofan í vatni þar sem
hjartslátturinn heyrist, heldur drynur hún stöðugt, ofurdauft og vart heyr-
anlega. Hún var einungis rofin á hálftíma fresti þegar næturvagninn ók hjá.
Á fjórðu hæð hússins var ljós. Það hlýtur að hafa bráðvantað verðbréf. Þar
sem næsti strætisvagn hóf upp raust sína í fjarska stóð ég upp til að loka
glugganum. Ég var rétt í þann mund að æsa mig enn á ný yfir því hvernig lög
næturinnar eru síbrotin þegar ég kom auga á konu með sítt ljóst hár sem
stóð, greinilega annars hugar, við vinstri gluggann. Hún hallaði höfðinu
eilítið fram; hún virtist vera að skoða á sér hendurnar - kannski þráði hún
20
www. mm. ís
TMM 1998:3