Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 34
MICHAEL WILDENHAIN Maríó var með blóðnasir. Þó að konan mín horfði á hann eins og eitthvað skelfilegt hefði komið fyrir, var ótti hennar blandaður viðbjóði. Hún hefði viljað leyna þessari tilfmningu fyrir mér. Henni tókst það hins vegar ekki. Ekki frekar en henni hafði tekist að ráða við andstyggðina sem skein út úr svipnum á henni þegar hún sneri sér undan eftir að snöggþvegið barnið var lagt nýfætt á kviðinn á henni. Hún gat ekki þolað blóðið. Henni fannst það ógeðslegt. Undarlegt af móður, hugsar Torgau, ekki eðlilegt. Hann sleikir blóðið af fingrunum. Hún starði á mig, hugsar hann. Horfði skilningsvana á útmakað barnsandlitið. Hefði langað að hughreysta drenginn. Gat þó ekki annað en rétt mér hann. Yfirgaf síðan herbergið, án þess að segja orð. Ég, hugsar Torgau um leið og hann bragðar á blóðinu sem hann er með á tungunni, ég sat með son minn á rúminu. Maríó hallaði sér aft ur á púðanum, hvít emaléruð skálin á fíngerðum hnjánum. Blóðið draup næstum taktfast niður í vatnið. Ég varð að halda á Maríó. Og á meðan ég studdi hann og var nær honum en oftast áður og á meðan ég reyndi að róa hann, þrátt fyrir kaldan bakstur á hnakkanum til að stöðva blóðrennslið varð mér hugsað til minnar eigin bernsku. Ég minntist þess hvernig ég lá á hnjánum og bograði yfir klósettskálinni og horfði á vökvann sem rann úr nefinu á mér og var eins og járn á bragðið. Stundum hafði ég borað í nefið. Oftast fékk ég þó blóðnasir af því að ég hafði orðið æstur. Oft, þegar ég hafði lent í aðstæðum sem ég var óviðbúinn. Þá húkti ég inni á baði - foreldrar mínir höfðu gefist upp við að gefa mér góð ráð - og fylgdist með því hvernig blóðið litaði vatnspollinn í hvítri klósett- skálinni. Droparnir stækkuðu eins og ský, fýrst bleikir, síðan rauðir, uns þeir runnu saman við vatnið. Oft stakk ég bómull upp í nösina með sprungnu æðinni og beið þar til blóðið hljóp í kökk undir bómullartappanum sem var gegndrepa af sótthreinsandi vökva og olli þess vegna léttum sviða á aumri húðinni. Að síðustu kippti ég bómullarhnoðranum úr nösinni og virti fyrir mér dökkrauðan köggulinn sem loddi við gula bómullina. Þegar ég saug slímið upp í nefið kom stundum fyrir að gumsið fór ofan í kok og eftir að ég hafði kyngt og hrækt nokkrum sinnum í skálina, skildi það eftir óþægilega mjúka tilfmningu í gómnum. Það dugði hvorki að borða né drekka til að losna við þessa tilfinningu. Og óbragðið sat áfram í hálsinum. Átta mínútur yfir tólf. Annar fastagesturinn : „í alvöru?“ Hinn: „Blökkukona." Torgau horfir vantrúaður á mennina, með brandý fyrir framan sig. Hann hugsar: þeir hafa rétt fýrir sér að því leyti að sonur minn kvæntist svartri konu, Afríkukonu, sem ég get ekki munað hvað heitir að eftirnafni, enda 32 www.mm.is TMM 1998:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.