Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 39
Christa Schmidt Viðtal s Eg var tuttuguogtveggja og komin rúma fimm mánuði á leið. Ég veit ekki hvernig ég lenti á þessum upplestri, og þó. Þetta var fyrir rúmum fimmtán árum. Eins og flestir kunningjar mínir hafði ég á þessum tíma mun meiri áhuga á kjarnorkuvopnum og hústökum en bókmenntum. Mig minnir að ég hafi verið búin að mæla mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi við Savignyplatz. Eftir að hafa beðið hennar árangurslaust í klukkutíma ráfaði ég stefnulaust um göturnar, fyrst í þá átt sem hún hefði orðið að koma úr. Þá sá ég þennan mann inn um glugga á bókabúð. Hann sat við borð með hljóðnema fyrir framan sig og las. Ég opnaði dyrnar hljóðlega, nam staðar í horninu, það var ekkert sæti laust. Ég man ekkert eftir því sem hann las. Það var einfaldlega gaman að horfa á hann, hvernig hann hreyfði höfuðið, breytti um svip, og umfram allt fannst mér hendurnar á honum fallegar. Þar kom að ég fann fyrir því að fólk var að horfa á bumbuna á mér, og konan sem sat næst mér bauð mér stólinn sinn. Ég vildi frekar standa, bumban íþyngdi mér ekkert, ég var búin að gleyma henni. Eftir að lestrinum lauk áritaði höfundurinn bækur, eins og venja er. Ég fletti bókinni hans sem var til sýnis og hefði kannski keypt hana, ef það hefði verið mynd af honum í henni. Eitt andartak hvarflaði að mér að hafa við hann viðtal, en svo sannfærðist ég um að það væri betra að kynnast honum, án þess að nota þetta yfirskin. Ég virti fyrir mér hópinn sem safnaðist í kringum hann, það var líklegt að þau færu saman út á krá. Hann fór út úr bókabúðinni í fylgd þriggja karla og einnar eldri konu. Ég spurði konuna sem hafði boðið mér stólinn, hvort hún vissi hvert hann væri að fara. Auðvitað, sagði hún, hann fer aftur til baka. - Til baka hvert? - Nú, vitið þér það ekki? - Veit ég ekki hvað? - Hann fer aftur til baka í klefann sinn. - Ég skildi enn ekki hvað hún átti við. Hann lítur ekki út eins og munkur, sagði ég. Munkur, át hún upp eftir mér. Zoltan Beyer er fangi. Ég hlýt að hafa horft á hana eins og ég væri að heyra þetta orð í fyrsta sinn. Fangi? - Hann er búinn að sitja í tukthúsi í átta ár. - Nei, sagði ég, það getur ekki verið, hann lítur út eins og hann sé að koma úr sumarfríi. - Ef þér meinið húðlitinn, þá er móðir hans Ungverji. TMM 1998:3 www.mm.is 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.